Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 139
Fiskirannsóknir.
133
á Innnesjum hjá þeim fáu mönnum er stunduðu bát-
veiðar. Þar sem menn hafa stundað sjó af kappi,
eins og t. d. í Garði og Leiru, þar hafa aflabrögð
orðið sæmileg og oft mjög góð síðustu 8 ár, en á
Innnesjum hættu ílestir að miklu leyti við bátaútgerð
þegar botnvörpungar fóru að leggja undir sig Sviðið.
Hefðu menn haldið áfram þar með jafnmiklu kappi,
er ekki ólíklegt, að aíli hefði orðið meiri og jafnari,
en raun liefir á lijá þeim fáu, er hafa stundað sjó.
Eg ])ýzt við því, að hefði bátaútvegur haldið áfram
á Innnesjum, jafnmikill og fyrir 1890, og hefðu botn-
vörpungar alveg yfirgefið Flóann um aldamót, þá hefði
síðan verið alveg eins góður afii þar, eins og áður,
eða með öðrum orðum að koma hotnvörpunga hefði
ekki haft neinar langvinnar afleiðingar. Það má og
hafa það hugfast að aflaleysið sem var í Faxaflóa
liin síðustu ár 19. aldarinnar, og var ein aðalorsökin
til þess að menn fóru að hætta við bátaútveginn og
taka upp þilskip, byrjaði 1893 o: 2 árum áður en
botnvörpungar fóru að fiska í Flóanum.
Þar scm botnvörpungar fiska að staðaldri á
miðum sem liggja fyrir utan bátamið, eins og t. d.
úti fyrir ísafjarðardjúpi (síðan um aldamót), þarheíir
ekki borið svo mjög á því að fiskur liafi ekki geng-
ið inn á innri miðin eftir sem áður. Þannig hefir
fiskur gengið mikið inn um alt ísafjarðardjúp siðustu
ár, eins og áður, t. d. veturinn 1902, 2 síðastliðin
vor og liaustið 1902 og 1904. Aflatregðan tvö síðastl.
haust var mcðfram að kenna miklu gæftaleysi. í
sepl. 1902 og sumarið 1904 var góður afli í Patreks-
og Tálknafirði, þó botnvörpungar liafi verið þar tíð-
ir, bæði inni á fjörðum og úti fyrir þeim.
Af öllu því sem eg hefi tilgreint liér að framan,
verð eg að draga þá ályktun, að áhrif botnvörpunga
á fiskigöngur hér við land séu í öllum verulegum at-