Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 85
og islenskan lýðháskóla.
79
hafa náð fúllum þroska, berjast fæstir fyrir því, sem
hreif eigi linga þeirra á æskuárum.
Það er auðvitað gengið hjer út frá þvi, að það
sje satt og gott, sem unglingarnir verða hrifnir af.
En því verður eigi neitað að menn geta orðið hrifnir
af illu og farið afvega. Það eru til þesskonar öíl
andans, er leiða menn á glapstigu.
Styrkleiki æskulýðsins er fólginn í því að geta
orðið hrifinn af miklum, fögrum og göfugum hugs-
unum, og fengið heitan áhuga á þeim. Veikleiki
lians er fólginn í skort á skýrleilc, því að hann getur
eigi fengið í einu samfast yfirlit andans. Miklar
hugsanir hver á fætur annari grípa æskumanninn;
liver þeirra þarf sinn tíma, á meðan hún er aðal-
hugsun hans og festir sig í sálu hans. Á meðan
hvíla aðrar hliðar hins andlega lífs lians í myrkri.
Hann vantar því lengi samfastan skýrleik í heim
luigsananna, en þó skortir oftast enn meir skiln-
ing á, hvernig rjettast sje að fara að til þess að fram-
kvæma, hugsanirnar. Ef hann af æskulegum eld-
móði tæki að reyna það, mundi hann oftast komast
skamt áleiðis. Hann kemst að raun um, að liann
fari alveg rangt að og að hann sje lílL hæfur lil
framkvæmdanna. Hann verður að fást við hugsan-
irnar í huga sínum, þangað til'ólga æskunnar þrosk-
ast og honum verður ljóst, hvernig hann á að fara
að. Það verður að vera hlutverk fullorðinsáranna
að vinna að framkvæmdum með dug og liamingju.
Þá geta menn það. En alt það, sem menn liafa
unnið og mjög mikils er um vert, hefur verið horið
fram með eldmóði. Allir miklir menn hal'a verið
lirifnir af andagipt, og múgurinn einnig, er liann
hefur fylgt stórmennunum og lijálpað þeim til þess
að framkvæma stórverk þeirra. Munurinn á göfugri
æsku og göfugum fullorðinsárum er sá, að ungling-
urinn er hrifinn og heitur af miklum hugsunum, en