Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 100
94
Um æskuárin
Að líkindura mundi það bæta nokkuð úr skák,
ef nemendur í mentaskólanum yrðu að greiða nokk-
uð kenslukaup, eins og siður er í slíkum skólum
víða erlendis. Þeir nemendur, sem eru iðnir og sið-
prúðir, fá eftirgjöf á því, ef þeir þurfa þess með.
Sem betur fer, eru ýmsir svo efnum búnir, að þeir
geta greitt nokkuð kenslukaup. Hins vegarþarf, eins
og ávalt hefur átt sjer stað, nokkur fjárstyrkur að
vera við skólann handa efnilegum og siðprúðum
piltum, sem eru fátækir. — Af því að öll kensla er
ókeypis, mela menn hana litils eða einskis, og skoða
mentunina sem einhvern óþarfa, sem er verið að
troða upp á menn. El' þessu væri breytt, ynnist
einkum það tvent, að liver götustrákur, er vildi, gæli
eigi fengið ókeypis kenslu í almenna mentaskólanum
og gert þar óskunda, og einstakir menn gætu fremur
kept við skólann. Kenslukaupið, sem inn kæmi,
gæti annaðhvort sparað landssjóði ofurlítið al' kostn-
aðinum við skólann, eða því mætti verja til þess að
uppörfa kennara skólans. Laun þeirra eru nú heldur
lág, með því að verð hefur hækkað síðustu árin all-
mikið á flestum lífsnauðsynjum.
Annars væri hollara að setja drengjaskóla, sem
alinenna mentaskólann, í Skálholt, en að láta hann
vera í Reykjavík. Mentaskólinn er eigi neinn vís-
indaskóli; fyrir því er eigi nauðsynlegt, að hann sje
þar, sem Landsbókasafnið er; auk þess á hann gott
bókasafn sjálfur.
Jeg hef horfið hjer dálítið frá lýðháskólunum
til þess að sýna með vorfi eigin skólareynslu, hve
nauðsynlegt er, að góður skólastjóri hafi frjálsar
hendur, að einungis valdir menn og vandaðir verði
kennarar, og að velferð þeirra sje nokkuð bundin.
við velferð skólans.