Andvari - 01.01.1907, Page 146
140
Fiskirannsóknir.
silung í ís frá Soginu iil Reykjavíkur, umbúinn eftir
aðferð Söllings2, fisksöluerindsreka Dana á Englandi.
Um síldina skal eg ekki fjölyrða nú, en minnast
dálítið á hitt atriðið, tilraunir Nielsens. Hann lét
veiða silung (bleikju) í Soginu hjá Kaldárhöfða og
búa um hann eins og Sölling segir fyrir, o: slægja
hann og þvo glænýjan, vefja svo vandlega um hann
loftheldum og vatnsheldum pergamentpappír (vege-
tabilsk Pergament) leggja hann svo í kassa með is-
mulningi í og senda hann á þann hátt til Reykja-
víkur. Ef vel er frá gengið má, samkvæmt því er
Sölling segir, geyma fisk á þenna hátt alveg eins og
nýjan í hálfan mánuð til 3 vikur og kosta umbúð-
irnar aðeins 1 eyri á 3 pda fislc. Tilraun Nielsens
lánaðist ekld vel. Fiskurinn var góður þegar liann
var nýkominn til Reykjavikur, en geymdist ekki (í
íshúsinu) eins lengi og gert var ráð fyrir, hvort sem
það hefir verið að kenna því að tálknin hafi ekki
verið tekin burtu og blóð ekki þvegið nógu vel úr
fiskinum, eða einhverju öðru. í öðru lagi reyndi
hann að búa uin lax á Selfossi og ætlaði að senda
hann út, en hann lá 3 vikur í íshúsi hjá Nielsen og
var farinn að skemmast þegar átti að senda hann,
svo hætt var við það.
Þó þessi tilraun gengi nú elvki betur en þetta,
þá er þó ekki útséð um að takast mætti betur í ann-
að sinn, og er sérlega áríðandi að fiskurinn sé alveg
glænýr og alt blóð þvegið og tálknin tekin úr hon-
um áður en um hann er búið, og svo lagður í kass-
ann með kviðinn niður. Sölling hefir aðeins gefið
skýrslu um meðferð á sjávar fiski. Eg hefi gert fyr-
irspurn til hans um livort ekki mætti eins hafa þessa
aðferð við lax og silung og svo um livar panta megi
pappír í Englandi, en heíi ekki fengið svar enn þá.
2) Fiskeri-Beretning for 1904—'05, S. 326—328. Sagt frá aðferðinni í
»Ægi«, I. árg. 11. tbl.