Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 45
Tómasar Sæmnndssonar.
39
láta, og er það helzt merkilegt vegna þess, [hversu]
bæði lögun þeirra' og sér í Iagi málunin utan á lýsir
smekk og siðum þessara svo annars ókunnu þjóða;
er og porcelain þeirra traust mjög og geta Evrópu-
menn því trauðla komist þeim til jafns; hafa þeir og
vit á að lialda heimullegum tilbúningi þess. Hol-
lendingar hafa llutt porcelain þetta til Evrópu að mestu
fyrir 100 árum; var það á þeim tímum, sem jesúít-
iskra trúboða stjórnunargirnd liafði gert þá illa kynta
í Kína. Voru þeir búnir að festa góðar rætur í land-
inu, lielzt vegna kunnáttu sinnar í læknis- og stjörnu-
fræði, og fengu enda inntöku hjá stjórnendum til að
kenna slíkt; en þegar þeir tóku að prédika um makt
hins rómverska páfa yíir öllu og sjálfir blönduðu sér í
alt, venti blaðið sér [og] þeir ásamt öllum, er þeir
höfðu dregið til kristindómsins þar, voru drepnir og
ofsóttir eður gerðir úr landi, og engum kristnum
framar leyft að koma þar að landi. Áttu Hollend-
ingar að verða fyrir hinu sama, [en| þeir sögðustþá
eigi kristnir vera, lieldur væru þeir liollenzkir, og dugði
þeim þetta. Á einum stað var þar að líta diska og
fullkominn búnað annan úr porcelaini til mötunar
handa 24 manns, alt vandað sem mest mátti verða;
hafði Napóleon keisari sent þetta i vingjöf Saxakongi
til að gcfa honum skilning um hið bezta, sem gera
mætti á Frakklandi. Kvað Englendingur nokkursvo
að orði við þann, sem sýndi okkur þetta, gamlan
siðunarmann [lögregluþjón?], er liefir umsjón yíir
safninu, að hann vildi gefa honurn alt þetta glæsilega
Parísar-porcelain, ef hann gæfi sér í staðinn tvær heldur
óálitlegar japaniskar krukkur, sem þar stóðu og hann
benti á; sagði hann okkur og, að þær væru enn meiri
að dýrleika; að öðru leyti heíir hinn enski líklega
höggvið eftir, að hitt var gjöf Napóleons og ekki
viljað gjöra hana of keisaralega, — eru þeir ætíð
sjálfum sér líkir. — — Bókhlaðan, sem er á efstu