Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 118
112
Fiskirannsóknir.
svæðið milli Sviðs og Leirukletts); djTpi 10—15 fðm.
Varpan dregin fjórum sinnum.
1. dráttur, kl. 7x/2—101/* e. m. Afli: mikið af
þorski, nokkuð af stórýsu og urmull af smáýsu, lítið
eitt af ýmsum kolategundum, smálúðu, lýsu og stein-
bít. Óæðri dýr: mergð af krossfiskum og margskon-
ar polýpum, nokkrir brimbútar og Amaroucium.
2. dráttur, kl. 11 e. m. til 1 f. m. 30. júlí. Lík-
ur aíli.
3. dráttur, kl. 1—3 f. m. Líkur afli.
4. dráttur, kl. 3—6 f. m. Afli miklu minni,
nærri enginn þorskur, en töluvert af lýsu, 10 sand-
síli. Affs fengust um nóttina 600 af þorski.
Svo var farið til Reykjavíkur og út aftur kl. 5
og vestur á Sandaslóð; d57pi 10—12 fðm. Varpan
dregin þrisvar.
1. dráttur, kl. 6^/2—IOV2 e. m. Afli: lítið eitt af'
þorski, stútungi og ýsu, l steinbítur. Annað vanalegt.
2. dráttur, kl. 103/i e. m. til 1 f. m. 30. júlí.
Aíli mjög lítill af sama lægi.
3. dráttur, kl. 1—4 f. m. Afli svipaður; 1 mið-
lungsufsi (63 cm.). Þesskonar ufsar aí miðlungs-
stærð sjást mjög sjaldan, því það lítur út fyrir að
þeir fari vanalega fram hjá öllum veiðarfærum, og
sá ufsi sem veiðist, er smáufsi, alt að 30 cm. langur
inni við land og svo stórufsi, 80—110 cm. langur,
úti á miðum. Það var því óvanalegt að á »Coot«
veiddust 500 miðlungsufsar, 40—50 cm., nóttina 28.
ágúst í sumar á Leirukletti.
Um morguninn var farið inn til Hafnarfjarðar
og tekið vatn. Svo farið út aftur kl. 5 og vestur á
Bollasvið og varpan dregin þar tvisvar,
1. dráttur, kl. 7 e. m. Varpan fór aflaga, eng-
inn afli.
2. dráttur, kl. 8—12 e. m. Afli mjög lítill, en
af sama tægi og daginn áður. — 4 botnvörpungar