Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 12
10
Uppruni Landnámabókar.
[Skírnir
Þegar vér nú höfum fyrir augum þá staðreynd, að þriðji
hver landnámsmaður á svæðinu frá Kolbeinsdal til Svarf-
aðardals er sagður sænskur eða gauzkur að ætterni, þá
verður ekki um villzt, að þetta einsdæmi landnámssögunn-
ar er skýrt höfundareinkenni þess manns, sem sagði fyrir
um landnám á greindu svæði. Hér hefir hann haft full-
komnastar frásagnir um uppruna landnemanna og fund-
ið hvöt hjá sér til að halda þeim á lofti. Mun skýringin á
þessari sérþekkingu koma síðar í ljós.
Fljótt á litið mætti ætla, að höfundar frumlandnámu
hefðu lifað á mismunandi tímum og safnað að sér land-
námssögnum af einskærri fróðleiksfýsn. Þegar nánar er
að gætt, fær þetta alls ekki staðizt. í fyrsta lagi er erfitt
að koma því heim og saman við framangreind ummæli
Hauks lögmanns um landnámaritunina, að Landnámabók
sé þannig orðin til, en það, sem þó tekur alveg af skarið
í þessu efni, er sú augljósa staðreynd, að landnámssagn-
irnar, í þrengri merkingu, eru hvarvetna af landinu skráð-
ar eftir nákvæmlega sömu fyrirsögn. í þessu er fólgin
bein sönnun fyrir því, að efnissöfnunin hafi átt sér stað
eftir ákveðnum, samhljóða fyrirmælum, sem gilt hafa um
allt landið. Þess vegna gerir Landnámabók öllum lands-
fjórðungum og öllum byggðum landsins hin sömu skýru
skil í meginatriðum. Og um leið má það heita sjálfgefið,
að grundvöllinn að Landnámabók hafi lagt sú kynslóð,
sem uppi var samtímis fyrstu landnámariturunum, Ara
hinum fróða og Kolskeggi vitra. Um 1100 hafa hinir
sannnefndu höfundar Landnámabókar lifað.
Það getur engum blandazt hugur um það, að meginat-
riði og um leið frumatriði Landnámabókar eru þessi:
Nafn landnemans og niðjatal hans, takmörk og lega land-
námsins. En mergur málsins er samt spurningin um það,
hvernig eignarréttur ættarinnar til landsins sé upp kom-
inn, eða hvers eðlis hann sé. Þessari spurningu hafa allir
Landnámuhöfundar reynt að svara, hvar svo sem þeir
bjuggu á landinu, og skilgreining þeirra fer hvarvetna
eftir sömu mælisnúrunni: frumnumið land, land numið