Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 113
Skírnir]
Sendiherrar.
111
sé undir lögsögu sendiherra gefið, því að svo er ekki, held-
ur er það háð lögum sendiríkisins, eins og það væri ekki
statt erlendis, sbr. það sem áður er sagt um sendiherra..
Hlýðni er þó starfsfólkinu skylt að sýna sendiherra. Ekki
getur sendiherra afsalað úrlendisréttindunum fyrir hönd
opinberra starfsmanna sendiráðsins, nema samþykki sendi-
ríkisins komi til, en hinsvegar getur hann upp á eigin
spýtur afsalað réttindunum fyrir hönd þjónustufólksins.
Ennfremur getur hann að sjálfsögðu afsalað réttinum fyr-
ir hönd ættingja sinna, sem hjá honum eru.
Úrlendisréttindin ná ekki eingöngu til persónanna
sjálfra og bústaðarins, heldur einnig til eigna þeirra, bæði
innan sendiráðsins, svo sem innanstokksmuna þeirra, og
utan húss, t. d. bifreiða og þessháttar, og svo að sjálfsögðu
til skjalasafnsins og bréfaviðskipta sendiráðsins. Viðtöku-
ríkinu er því algerlega óheimilt að hnýsast í bréf, sem
sendiherra fær frá ríkisstjórn sinni eða sendir henni. Oft
eru notaðir sérstakir sendiboðar til þess að flytja skjöl og
bréf á milli, og njóta þeir og farangur þeirra umgetinna
hlunninda.
Þegar sendiherrar taka við eða láta af embætti í á-
kveðnu ríki, verður eigi hjá því komizt, að þeir þurfi að
legg'ja leið sína um önnur ríki, og er þá athugandi, hvernig
fer um réttarstöðu þeirra, þegar svo stendur á. Þjóðrétt-
arfræðingar eru ekki sammála um, hve mikilla sérrétt-
inda þeir geti gert tilkall til, þegar þeir ferðast um
þriðja ríki, en hér skal þó lauslega drepið á helztu regl-
urnar, sem almennt eru taldar gilda þar að lútandi. Á
friðartímum þykir sjálfsagt, að sendiherrar fái að fara
leiðar sinnar um þriðja ríki, frjálsir og óhindraðir, og til
þess að geta komizt fyrirhafnarlaust yfir landamærin,
hafa sendiherrar meðferðis hin svonefndu leiðarbréf, sem
áður er getið og þeir geta fengið hjá embættisbræðrum
sínum í sendiríkinu. Hitt er talið vafasamara, hvort sendi-
herrar eigi rétt á að njóta friðhelgi og úrlendisréttinda á.
yfirferð sinni, og ferðist þeir incognito (launförum), geta
þeir ekki gert tilkall til þess að farið sé með þá öðruvísi