Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 135
Skírnir]
Þjóðabandalagið og manneldið.
ingum, sem eftirspurnin hefir tekið síðustu tuttugu og'
fimm árin, þó að það hafi að vísu verið allerfitt. Þeirra
skoðun er sú, að það, sem framvegis þarf til þess að svara
þeim kröfum, sem viðleitnin að bæta mataræði manna hef-
ir í för með sér, verði ekki það, að breyta öllu kerfi land-
búnaðarins, heldur að eins að smábreyta framleiðslunni
og auka hana til þess að fullnægja hinum nýju kröfum.
Þeir leggja til, að stefnan í landbúnaðarmálum verði sú,
að gera ráðstafanir til að auðveldara verði að haga fram-
leiðslunni eftir breyttum kröfum og auka hana.
Að hægt er að haga framleiðslu landbúnaðarins þann-
ig, er augljóst, ef litið er á það, sem gerzt hefir í Dan-
mörku. Síðustu sextíu árin hefir landbúnaður þar breytzt
á þá leið, að áður var ræktað korn til útflutnings, en síð-
an horfið að húsdýrarækt, sem grundvallast á því, að
framleiða mikið korn til skepnufóðurs. Danmörk flytur
nú út mjólkurbúsafurðir. Það hefir þó ekki orðið til þess,
að minnka danska kornframleiðslu; hún hefir reyndar
tvöfaldazt, en er notuð aðallega til skepnufóðurs, til þess
að styðja aukinn útflutning mjólkurbúsafurða.
Sty^jiíS bændurna.
Mikilsverður kafli í lokaskýrslu Sérfræðinganefndar-
innar ræðir um ráðstafanir þær, er sérfræðingar leggja
til að gerðar séu til þess að styðja bændur í viðleitni þeirra
að haga framleiðslunni eftir hinum nýju kröfum. Afar-
mikilvæg spurning er það, hvernig á að útvega það fjár-
magn, sem nauðsynlegt er til allrar lagfæringar og aukn-
ingar, hvort heldur er í iðnaði, verzlun eða landbúnaði.
Sérfræðinganefndin bendir á, hve mikilvægt það sé, að
hjálpa landbúnaðinum til að gera þær breytingar, er þarf,
með því að auka og efla lánsstofnanir hans.
Annað ráð, sem Sérfræðinganefndin bendir á, til þess
að hjálpa bændum til að svara breyttum kröfum, er, að
hvetja til samvinnufyrirtækja í landbúnaði og efla þau.
Samvinnufélög bænda hafa gert mikið gagn á liðnum
tímum, með því að hjálpa bændum til að bæta aðferðir
sínar, með því að koma á samvinnu um notkun véla, með