Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 211
Skírnir]
Ritdómar,
209
tugsafmæli. Mér er ekki kunnugt um, að íslendingar hafi heiðrað
hann sérstaklega við það tækifæri; vera má þó, að honum hafi í
sambandi við það verið boðið heim til að halda fyrirlestra við há-
skólann í haust. En með þessu hefti af Islandica hefur H. H. upp
fyrsta ár annars aldarfjórðungs tímaritsins, sem hann hefir gefið
út og ritað einsamall í 25 ár.
Eins og geta má nærri um svo langa útgáfustarfsemi, hefir kennt
allmargra grasa í heftum þessa tímarits: þau bera höfundinum
vitni um það, að hann hafi lagt á marga hluti gjörva hönd. Útgáf-
ur af íslenzkum fornritum og miðaldaritum á íslenzku og latínu
oru þar. Æfisögur merkra manna og ritgerðir um verk þeirra.
Merkar ritgerðir um íslenzka bókmenntasögu að fornu og nýju.
Höfundatal; ritgerðir um kortasögu íslands; ritgerð um íslenzka
tungu. En umfram allt: ritgerðir um íslenzka bókfræði og ritaskrár.
H. Hermannsson hefir sagt, að Árni Magnússon hafi verið ekki
aðeins mestur bókfræðingur á Norðurlöndum á sínum tíma, heldur
einnig einn af mestu bókfræðingum, sem uppi hafa verið. Síðan
hefir Island átt ýmsa ágæta menn í þessari fræðigrein, en að þeim
■ólöstuðum hygg eg að Halldór gangi næst Árna að verðleikum.
Stjórn hans á Fiske-safninu í Cornell hefir verið sú fyrirmynd, að
heita má að hin mikla bókaskrá hans í tveim bindum (1914 og
1926) geymi allt, sem á íslenzku hefir verið prentað, og flest allt,
sem um ísland hefir verið skrifað fram að þeim tíma. Það skal að
vísu viðurkennt, að Halldór hefir haft óvenjulega góða aðstöðu til
þess að gera bókasafnið að þeirri fyrirmyndarstofnun, sem það er.
En aðstaðan skapar því miður ekki ætíð mennina, en hvað sem því
líður, þá hefir Halldór neytt sinnar aðstöðu til hlítar. Eg þekki
safnið vel, hefi notið gestrisni Halldórs og þess í tíu sumur. En
uiér er óhætt að fullyrða, að eg hefi hvergi kynnzt betur hirtu
hókasafni en það ar í höndum Halldórs. Eg held, að íslendingar
asttu að senda unga menn, sem þeir ætla bókasafnsstörf í Lands-
hókasafninu, a. m. k. misseristíma til Halldórs til að læra af hon-
bókfræði, meðan hans nýtur við.
Þetta átti nú raunar að verða ritdómur eða a. m. k. ritfregn um
Islandica XXVI, og er skjótt frá að segja, að þetta er viðbót við
úður útkomnar ritskrár (Isl. III, 1910, og Isl. V, 1912) um Kon-
Unga sögur og Fornaldar sögur.
Það, sem fyrst vakti eftirtekt mína, var hve bókin var stutt;
sýnilega hafði ekki verið lögð eins mikil rækt við þessar sögur eins
°g við Islendinga sögurnar, að dæma eftir bókaskrá Halldórs um
Þær 1935 (sbr. Islandica 1908: 126 bls., Isl. 1936: 113 bls., en
Ial- III, 1910: 75 bls., Isl. V, 1912: 73 bls. á móti bls. 45 og 25 bls.
1 þessari bók). Við nánari athugun sést, að það eru einkum Forn-
aldar sögurnar, sem út undan hafa orðið á þessu árabili (1912—
14