Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 180
178
Töfrar bragarháttanna.
[Skírnir
- -1 - -1 - -i- -
Fornhelga spekin veit að afl skal mót afli,
en andanum gefur hún seinasta leikinn í tafli.
Guðirnir yrkja í kveðandi brims og bylja
~ i - -i-'-'i - -1 - - - i —•
og brjóst hins illa valds er slegið með ótta.
---|-_
Hamar Þórs hann vegur að Alföður vilja;
w| _ w | _ ww|_w|_ w W | _ w
því víkur glottið í Ægis dyrum á flótta
_w|_w w | - ww|_--------' | _W
— Loki felur sig sjálfan í þjósti og þótta.
w | _ w - | -----I — w I — -l_ -
Hann þjakast og elskar í sinnar heiftar viðjum —
og minning hann ber um bros frá litverpum gyðjum
sem bjarma af von í myrkri eilífra nótta.
Vér sjáum, að 1., 3., 5. og 7. braglínan — þær línurnar,
sem flytja meginhugsanirnar — byrja með áherzluat-
kvæði, en að forskeytin eru í þeim braglínum, sem koma
með nánari skýringar eða taka fram afleiðingarnar af
því, sem áður er sagt. Hrynjandin er síbreytileg, lagar sig
eftir hverjum blæ hugsananna eins og öldugangur hins
mikla útsævar eftir skapbrigðum veðursins.
Af þeim dæmum, sem eg þegar hefi tekið, mun nú jafn-
framt vera auðfundið, að lengd braglínanna veldur miklu
um áhrif þeirra. Það er t. d. auðsær munur á:
Frjálst er í fjallasal
og Skall yfir eldhafið, ólgandi, logandi.
Stutta braglínan er viðbragðssnögg, hvatleg. Langa brag-
línan er meiri í vöfunum, andlengri og getur rúmað meiri
fjölbreytni í hrynjandi og hugsun.
Þá gerir það og allmikinn mun, hvernig braglínan end-
ar, hvort hún endar á þungu atkvæði eða léttu:
Nótt er Tíbers yfir álum,
auðir stígar, þögul torg.
Seinasti tvíliðurinn í seinni línunni er stýfður, vantar
létta atkvæðið, sem sú fyrri hefir. Hann fær því þyngri
áherzlu. Orkan, sem fyrri línan hefir sett í hreyfingu, er