Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 38
36
Viðreisnin í Portugal.
[Skírnir
I Portugal (1934) 0,4 % íbúa.
Dálítill atvinnuleysisskattur hefir verið lagður á öll
laun og kaup, svo og fasteignir, og honum varið til nyt-
samlegra framkvæmda. Ríkið telur sér skylt að sjá öllum
fyrir nokkurri atvinnu, en bannar aftur öll verkföll.
Vinnudeilur útkljá gerðardómar. „Það er nú unnið kapp-
samlega á öllum stöðum í Portugal", skrifar dómsmála-
ráðherra Rodrigues, „það er unnið á ökrum, í skrifstof-
unum, höfnunum, á fljótunum og úti á hafinu. Þeir eru
fáir, sem ekki fá nóg að gera. Þetta er undri næst, því að
fæst lönd geta hrósað sér af þessu. Að nokkru leyti er
þetta að þakka hinum miklu framkvæmdum innanlands“.
Vinnufriður og góð landsstjórn á auðvitað mikinn þátt í
þessu.
Vöruverð hefir farið lækkandi undanfarið og fram-
færslukostnaður. Hann hefir lækkað um 14 % á árunum
1929—36.
Þá má einnig taka það fram, að nú er ekki lengur neinn
gjaldeyrisskortur í Portugal og seðlum fæst víxlað í gull.
Verzlunarhöftum hefir og verið létt af að nokkru.
Það er æfintýri líkast, og eftirtektarvert fyrir Islend-
inga, að sjá land, frægt fyrir óstjórn og komið að gjald-
þroti, rétta algerlega við á rúmum áratug og hafa meira
að segja unnið sér frægð og traust víðsvegar um lönd fyr-
ir fjármálastjórn og framfarir. Hvað veldur þessu krafta-
verki?
Einfaldasta svarið er það, að þetta var því að þakka,
að Carmona alræðismaður var svo víðsýnn, að hann sneri
sér til fróðasta mannsins í landinu, þó að fáir þekktu hann
aðrir en vísindamenn, próf. Oliveira Salazars, fékk hon-
um flest völd í hendur og lét hann ráða, hvað sem hver
sagði. Það sást strax á fjárlögunum og fleiru, að hér kló
sá, sem kunni, og að fjármálin voru komin í góðar hend-
ur. Hitt munu fáir hafa séð fyrir, að jafnframt hafði