Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 214
212
Ritdómar.
[Skírnir
virðist höfundur Cogadhs hafa lánað fjaðrir úr munnmælunum
um Alfred til að skreyta Brján með.
í heild sinni hefir Cogadh eflaust orðið því valdandi, að sumir
síðari tíma sagnaritarar hafa litið á Brjánsbardaga sem úrslita-
orustu milli íra og Norðmanna. Þeir hafa og stutt sitt mál með
ljóðlínunni: „Brjánn fell, en helt velli“ og þeim upplýsingum
Njálu, að Sigurði jarli hafi verið boðinn konungdómur „á Irlandi“
til þess að berjast gegn Brjáni. Goedheer sýnir fram á, að þetta er
skakkur skilningur. Brjánsbardagi var engin úrslitaorusta milli Ira
og Norðmanna, eins og írskar heimildir vilja hafa. Ekki heldur var
hún nein úrslitaorusta milli heiðni og kristni, eins og sumir höf-
undar hafa ætlað (Dasent). En hún var hlekkur í langvarandi bar-
áttu innan írlands um yfirkonungdóm 1 landinu. Frá fornu fari bar
sú tign konungunum í Tara, án þess að nokkurt pólitískt vald fylgdi.
En með tímanum jókst vald ýmsra konunga í landinu, svo að þeir
gátu í raun og veru borið ægishjálm yfir jafningjum sínum. Að
sjálfsögðu héldu konungarnir í Tara ávallt fram sínum forna for-
gangsrétti, en þá skorti stundum afl við andstæðinga sína. Brjánn
var ekki af þeirra húsi, en þó réði hann írlandi öllu um sína daga,
en eftir hann hvarf hákonungstignin aftur til Tarakonungs.
Um meðferð Dr. Goedheer á hinum íslenzku heimildum er það
að segja, að hann íylgir skoðunum E. Ó. Sveinssonar (Um Njálu,
bls. 79 o. n.) í flestum atriðum. í einu mikilsverðu atriði er hann
þó á öðru máli: hann trúir því ekki, að höfundur Brjáns sögu hefði
getað notað Darraðarljóð í sögu sína, vegna þess að Darraðarljóð
lýsa orustunni sem ósigri fyrir íra, þvert ofan í staðreyndir sög-
unnar. Trúir hann höfundi Njálu eða einhverjum öðrum til þess
að hafa skotið kvæðinu inn í Brjáns sögu. Mér virðist þetta ónauð-
synleg tilgáta. Eins og kvæðið er notað í sögunni, er það partur
af hræðilegum fyrirburði, sem óneitanlega stendur í sambandi við
Brjánsbardaga. Og höfundur Brjáns sögu virðist annars hafa
haft miklar mætur á furðum og undrasögum, svo mér virðist
hann mundi manna vísastur til að halda Darraðarljóðum til haga,
enda þótt þau lýstu bardaganum nokkuð á annan veg en aðalheim-
ildir hans. Aftur á móti sýnir Goedheer fram á það með ljósum
rökum, að Darraðarljóð eru full af írskum hugmyndum um orustu-
vætti (battle demons), enda var við því að búast í kvæði, sem
sennilega hefir verið ort í Suðureyjum eða á andnesjum Skotlands.
Það mun auðsætt af framanskráðu, að bók Dr. Goedheers legg-
ur drjúgan skerf til lausnar hinum flóknu gátum um samband
írskra og íslenzkra bókmennta, og á hann þakkir skilið fyrir verkið.
Stefán Einarsson.