Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 17
Skírnir]
Uppruni Landnámabókar.
15
Það er ekki erfitt að sjá, hvaða atriði frásagnarinn-
ar hafa verið efst á baugi í huga höfundarins. Þótt Vé-
fröður komi fyrst út eftir að allur Langidalur hafði verið
numinn, er höfundurinn samt ekki í vandræðum með það
að telja Móbergsland frumnumið af honum. Ævar gamli
er látinn nema landið fyrir hönd hins fjarstadda skilgetna
sonar, og það áður en hann tók sjálfum sér land og bú-
stað. Frásögn þessi sver sig í ætt Véfröðamiðja.
Á svæðinu milli Vatnsskarðs og Vaðlaheiðar er aðeins
um eina ætt að ræða, sem rakin muni vera til samtíðar-
manns Ara og Kolskeggs. Er það ætt Flóka Vilgerðarson-
ar landnámsmanns að Mói í Fljótum til Kárs Koðránssonar
í Vatnsdal. Var Kár kominn í 5. ættlið frá Flóka. Hvar
í sveit Vatnsdalur Kárs Koðránssonar hefir verið, vitum
vér ekki með vissu, því að enginn bær með þessu nafni
finnst þar nyrðra. En víst er um það, að Flóki á Mói,
ættfaðir Kárs, var nábýlismaður sænsku landnemanna,
Þórðar á Knappsstöðum, sem í Hauksbók er talinn systur-
sonur hins sænska fornkonungs, Bjarnar á Haugi, og Þor-
móðs á Siglunesi, sem Björn konungur á að hafa rekið úr
landi fyrir dráp Gyrðis móðurföður Skjálgs á Jaðri.
Skjálgur á Jaðri er, svo sem kunnugt er, talinn af ætt
Hörða-Kára og því frændi Flóka á Mói og Úlfljóts lögsögu-
uianns. Má af sögninni um dráp móðurföður Skjálgsmarka,
að ættin hafi komið af Svíaríki, og kemur það prýðilega
heim og saman við það, að í íslendingabók er Úlfljótur
sagður austrænn maður.
Þessi dýrmæta arfsögn um orsökina til þess, að Þor-
móður á Siglunesi varð að flýja land sitt, hefir eflaust
Varðveitzt í Hörða-Káraættinni, sem sé þeirri grein henn-
ar» sem bjó í nágrenni við niðja Þormóðs. Og víst má telja,
að á þeim tímum er hafizt var handa um landnámaskrán-
ingu, hafi verið uppi maður, sem hafði óvenjulega mikla
þekkingu á uppruna landnámsmanna þar á slóðum. Ber
Landnámabók skýr merki þess, svo sem fyrr var að vikið.
Þannig berast mjög böndin að Kár Koðránssyni sem heim-
ildarmanni að frásögnunum um landnám þar.