Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 127
Skírnir]
Þjóðabandalagið og manneldið.
125
aS fá holla næringu, en það er mikilvægt atriði í hverju
landi, þar sem beztu fæðutegundir eru ekki fyrir hvern
mann að kaupa. Gott dæmi um þetta kom nýlega fram á
fundi þessarar nefndar, þar sem stjórnarvöldin í héraði
einu urðu að gera ráðstafanir vegna hættulegrar bein-
kramar í börnum. Gulaldin og glóaldin, sem að líkindum
hefðu verið bezt hent í þessu tilfelli, voru of dýr bæði
fyrir stjórnarvöldin og fólkið, sem hlut átti að máli; en
sveitarstjórnarmennirnir og hjúkrunarkonurnar náðu
tökum á veikinni með því að láta gefa þorskalýsi og ann-
að lýsi. Á líkan hátt eru daglega gerðar tilraunir með
aðrar fæðutegundir, sem komið geta í stað þeirra, sem
helzt væru kosnar. Einkasamtök og félög, sem mörg
hafa sýnt áhuga sinn á því, sem við kemur fæði og fæðis-
venjum, hafa reynzt mjög vel sett til að rannsaka þessa
mikilvægu hlið málsins — hvernig þeim fæðuefnum, sem
auðveldast er að fá á einhverju tilteknu svæði, verði var-
^ð samkvæmt meginreglum um hollt fæði.
Alþjóðanefndin í landbúnaðarmálum lagði á fundi sín-
um í Oslo í júní 1936 áherzlu á efnahagshlið þessa máls
°g þörfina á því að rannsaka gaumgæfilega það fæði, er
landbúnaðarmenn ættu kost á nú í landbúnaðarkreppunni
°g atvinnuleysinu.
Allsherjarþing Alþjóðalandbúnaðarstofnunarinnar, sem
haldið var í október 1936, ákvað að efla samvinnu sína við
Sérfræðinganefndina og gerði áætlanir um starf sitt og
rannsóknir á þessu sviði í framtíðinni.
Allar þessar margvíslegu stofnanir og hagsmunir með
sameiginlegu markmiði hafa veitt Sérfræðinganefndinni
mikilsverðan stuðning. Markmið hennar með því að gefa
út skýrslur sínar hefir verið það, að fá öllum stofnun-
um, sem áhuga hafa á þessu máli, hvort sem þær eru opin-
berar stofnanir eða einkastofnanir, grundvöll að stefnu-
shrá, sem miðar að því að tryggja aukna heilbrigði og
hagsæld.