Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 178
176
Töfrar bragarháttanna.
[Skímir
að lögmálinu er hlýtt. Alveg eins er um stuðla og höfuð-
stafi. Þegar tvö þ-in eru komin á sínum stað, í þykkju-
þung, þá þráir eyrað þ í næsta áherzluatkvæði, og ef þar
stæði löng fyrir þröng, væri eins og manni væri gefið ut-
an undir. Sama er um hendingarnar. Þær verða líka að
koma á sínum stað eftir ákveðnum reglum, annars finnst
oss, að vísan hafi dregið oss á tálar.
Svona er það allt af, þegar vér lesum kvæði. Tökum
ltvæði með nýjum bragarhætti. Undir eins og vér förum
að lesa það, hefir kveðandin þau áhrif á oss, að í oss vakn-
ar hugboð um hátt þess, setningu Ijóðstafa, hendinga o. s.
frv. Og þegar vér lesum áfram, finnum vér, hvernig eitt
svarar til annars, hvernig hendingarnar hljóma gegnum
erindið og vefa eins konar ósýnilega þræði milli braglín-
anna; og þegar kvæðið er á enda, höfum vér einhvern veg-
inn allan bragarháttinn á tilfinningunni, finnum hvernig
hvað bindur annað og myndar einkennilega heild, sem
verður að réttlæta sig sjálf. Vér getum svo á eftir rann-
sakað þetta nánar og sýnt, hvernig þessa einkennilegu
heild má liða sundur í frumparta, sem hún er gerð af, og
lýst hverju fyrir sig og gefið því nöfn, eins og eg hefi gert
hér að framan. En þetta starf er ekki annað en framhald
og nánari greining þess, sem vér fundum meir eða minna
ljóst, undir eins og vér lásum kvæðið.
Enn eitt getum vér lært af vísu Páls. Það er, hvernig
ljóðstöfun, hendingar og efni magnar hvað annað. Vér
leggjum ósjálfrátt þyngri áherzlu á þau orð í setningunni,
sem tákna meginhugsunina, en áherzluatkvæðin í þykkj'w-
þung fá þyngri áherzlu og sterkari tenging vegna stuðl-
anna. Hendingarnar í hverri braglínu binda saman þau
orðin, sem saman eiga: Rangá — þung, löng — göng;
svangan — lung, söng — spöng; hendingarnar fá þunga
um leið og hljóm og leiða þar með aðalhugsunina betur
fram. En jafnframt minna hljómar vísunnar einhvern
veginn á strengjaleik árinnar, sem verið er að lýsa.
Lítum nú á frumþættina, sem vísur eru gerðar úr, og
tökum fyrst bragliðina. Skyldu ekki tvíliðir út af fyrir