Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 222
220
Ritdómar.
[Skírnir
„leiðrétt" of-mikið og ekki að öllu rétt. Rannveig var einmitt „ætt-
uð úr Fnjóskadal“, dóttir Gamalíels bónda frá Hróarsstöðum, er
þar bjó lengi (nefndur þar 1703 og enn 1712, f. um 1657,) Hall-
dórssonar á Hróarsstöðum, þess, sem Hróarsstaða-ætt er frá komin,.
kunn ætt og fjölmenn. En Gamalíel Halldórsson (oft nefndur
gamli) bjó síSar (einhverntíma eftir 1712) á Ytra-Krossanesi. —
Þessari ætt hefir meðal annars verið talið það til ágætis, að J. H.
væri af henni kominn.
Margt hefir verið ritað um hlutdeild íslendinga í Khöfn að við-
reisnarmálum þjóðar vorrar síðasta hálfan annan áratug áður Al-
þingi væri endurreist. Ævisagan greinir glögglega, hversu mikil-
vægan þátt Jónas Hallgrímsson átti að þeim málum öllum. Lét hann
það starf sitt ekki verða endasleppt. — Er sviplegt að lesa um til-
lögur hans og afskipti helztu mála á síðasta undirbúningsfundi ís-
lenzkra menntamanna út þar að fyrsta þinghaldi hins endurreista
Alþingis, en Jón Sigurðsson var þá farinn heimleiðis til íslands.
Verða þau störf og atvik því seinfyrndari í sögu Jónasar sem þessi
fundur var einmitt háður inn síðasta dag, er hann gekk heill
til hvíldar.
„Nú vóru tímamót í sjálfstæðisbaráttunni og mátti hér setja
merki við „götuna fram eftir veg“. Alþingi var endurreist og skyldi
nú koma saman í nýrri og betri mynd eftir fáeinar vikur. Skóla-
hús var reist handa latínuskólanum, sömuleiðis í nýrri og betri
mynd. Verzlunarmálið var komið svo á veg, að vænta mátti góðrar
úrlausnar á því áður mjög langt um liði. — Þessi mál vóru aðal-
áhugamál Jónasar, eins og fleiri þeirra, sem báru hag og framfarir
þjóðarinnar fyrir brjósti“.
Hann var enn á bezta aldri, „fullþroska en ekkert tekið að fara
aftur líkamlega og því síður andlega“. En þá bar að hin sviplegu
ævilok hans.
Matthías Þórðarson og samverkamenn hans að þessari miklu út-
gáfu, einkum Jón Sigurðsson frá Kallaðarnesi, er var frumkvöðull
verksins og atbeinandi um mörg ár, hafa innt af hendi þjóðnytja-
verk, sem lengi stendur. Þá mun og minnzt verða djarfleiks og
dugnaðar ísafoldarprentsmiðju, er loks leysti vandann og hratt
verkinu svo vegsamlega fram af sinni hálfu sem raun ber vitni.
Virðist meir hafa ráðið liðveizla að góðu verki en févon, því að
ósýnna mun verið hafa, hversu af mundi reiða að fá upp borinn
kostnað og fyrirhöfn á erfiðlegum tímum.
Hljóti allir aðiljar þökk fyrir verkið eftir málaefnum. B. Sv.
Bishop GuSbrand’s Vísnabók 1612. Published in facsimile with
introduction in English by SigurtSur Nordal. Copenhagen 1937-
Monumenta typographica islandica. Vol. V.