Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 218
216
Ritdómar.
[Skírnir
Þorsteinn Þ. Þorsteinsson: ÆfintýriS frá íslandi til Brasilíu.
Fyrstu fólksflutningar frá Norðurlandi. Með myndum. Útgefandi:
Sigurgeir Friðriksson. Reykjavík 1937—38.
Fyrstu fólksflutningar héðan af landi á 19. öld, sem áttu að
vera í stórum stíl, þótt minna yrði úr en til var ætlazt, fóru fram
árið 1863 og einkum árið 1873 og beindust til Brasilíu. Var það í
Þingeyjarsýslu, sem hreyfing þessi kom upp, og voru helztu hvata-
mennirnir þeir Einar Ásmundsson í Nesi og Jakob Hálfdánarsonr
þótt hvorugur þeirra færi af landi burt. Alls munu hafa farið um
40 manns, og er í bók Þ. Þ. Þ. rakinn uppruni þeirra og ferill, eftir
því sem við hefir orðið komið. Orsakir útflutninga þessara voru
óánægja manna með kjör sín hér á landi, undanfarin harðindi og'
svo æfintýralöngun. Landnemunum í Brasilíu farnaðist yfirleitt
sæmilega, en voru of fáir til að geta haldið uppi nokkurri sérstakri
íslenzkri menningarstarfsemi og blönduðust öðrum þjóðum. En upp
úr þessu beindust hugir íslenzkra útflytjenda til Norður-Ameríku,,
og þar lentu að lokum sumir Brasilíufararnir.
Alla þessa sögu segir Þ. Þ. Þ. eftir beztu heimildum, og er hún
bæði fróðleg og svo skemmtileg, að æfintýri er líkast. Er það langt
mál (um 400 bls.), og er skýrt svo nákvæmlega og rétt, sem unnt
er, frá öllu því, er stendur í sambandi við útflutning þennan, og
eiga bæði höf. og útgefandi skilið þakkir fyrir þessa merkilegu
bók. Jakob Jóh. Smári.
Rit eftir Jónas Hallgrímsson, I—V. Reykjavík. ísafoldarprent-
smiðja h.f. 1929—1936.
Síðustu ár hafa komið út nokkurar stórum umbættar útgáfur
af kvæðum og verkum helztu skálda vorra á 19. öld, þar sem várið
hefir verið miklu verki til þess að leita uppi sem flest það, er skáld-
in hafa af hendi leyst, og koma því fyrir almenningssjónir eftir
beztu heimildum, sem við var kostur, og margskonar skýringargrein-
um til fróðleiks og skilningsauka.
Lang-umfangsmest þeirra rita er verk það, sem hér er getið:
Fimm stór bindi með mikilli leturmergð, því að sumt ritgerða og
skýringar mjög víðtækar eru með smáletri. 011 eru bindin samtals
um 120 arkir.
Áður hafa kvæði Jónasar Hallgrímssonar komið út þrisvar sinn-
um öll (að kalla) í heild og auk þess nokkur úrvalssöfn smærri,
sem óþarft er að greina. Fyrst gáfu þeir vinir og félagar Jónasar
út Ijóðmæli hans á sinn kostnað árið 1847, Brynjólfur Pétursson
og Konráð Gíslason. Bókmenntafélagið keypti síðan af þeim út-
gáfuna handa félagsmönnum sínum, og hafði hana einnig i lausa-
sölu. — Löngu síðar, 1887, gaf Bókmenntafélagið kvæðin út af
nýju. Sá Hannes Hafstein um þá útgáfu og reit með all-langa rit-