Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 52
50
Sögusnið.
[Skírnir
ist einhvern veginn fólgið í öllu þessu, vera þar „í, með og
undir“. Vér verðum vottar að atburðunum í þeirri röð,
sem þeir gerast, vitum sjaldan með vissu fyrirfram, hvað
næst kemur. Eitt atriðið vekur óljósan grun, sem annað
styrkir eða veikir, unz niðurstaðan kemur í ljós.
Þessu frumsniði reynslunnar fylgdu þeir, er rituðu
fornsögur vorar. Þeir látast ekki vita meira en sjónar-
og heyrnarvottar að viðburðunum gátu vitað. Þeir gefa
engar beinar skýringar á athöfnum manna, láta lesand-
ann hafa fyrir því. Hann á að geta skilið hálfkveðna vísu
eins og þeir. Hann á ekki að heimta meira af sögunni en
af lífinu sjálfu, sem hún endurspeglar. Söguritarans var að
tilgreina það af aðstæðunum, viðburðunum, orðum manna
og athöfnum, sem þurfti til að skilja gang sögunnar. Skýr-
ingar og skilning átti lesandinn að taka hjá sjálfum sér.
Gott dæmi þessa frásögusniðs er þar sem Snorri segir
frá drápi hirðmanna ólafs konungs:
„Þá vakti hann (þ. e. Hrærekr konungur) menn þá, er
vanir váru at fylgja honum, ok segir, at hann vill ganga
til garða; þeir hpfðu skriðljós með sér, en niðamyrkr var
úti; mikit salerni var í garðinum ok stóð á stöfum, en rið
upp at ganga til duranna. En er þeir Hrærekr sátu í garð-
inum, þá heyrðu þeir, at maðr mælti: „hpgg þú fjánd-
ann“; þá heyrðu þeir brest ok dett, sem npkkut felli.
Hrærekr konungr mælti: „fulldrukkit munu þeir hafa, er
þar eigusk við; farið til skjótt ok skilið þá“. Þeir bjugg-
usk skyndiliga ok hljópu út, en er þeir kómu á riðit, þá
var sá hpggvinn fyrr, er síðarr gekk, ok drepnir þó báðir.
Þar váru komnir menn Hræreks konungs, Sigurðr hít, er
verit hafði merkismaðr hans, ok þeir xii saman; þar var
þá Finnr lítli. Þeir drógu líkin upp milli húsanna, en tóku
konunginn ok hpfðu með sér, hljópu þá á skútu, er þeir
áttu, ok rgru í brot. Sigvatr skáld svaf í herbergi Ólafs
konungs; hann stóð upp um nóttina ok skósveinn hans
með honum ok gengu út til ins mikla salernis; en er þeir
skyldu aptr ganga ok ofan fyrir riðit, þá skriðnaði Sig-
vatr ok fell á kné ok stakk niðr hpndunum, ok var þar