Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 85
Skírnir]
Siðgæðisvitund og skapgerðarlist.
83
h&fnahneigðar barnsins, sem framar öllum öðrum gerir
það hæft til skapandi þátttöku í uppeldinu. Vilji barnsins
beinist að ákveðnum viðfangsefnum, án þess að finna ytri
þvingun og án þess að skilja til fulls, að í sjálfviljugri at-
höfn er sá þáttur menntunarinnar fólginn, sem því er einu
ætlað að vinda. List menntgjafans er í því fólgin að laða
menntþegjann til virkrar þátttöku í menntunarstarfinu
og vekja beztu hæfileika hans í þágu þessa markmiðs.
Fullkomin væru þau uppeldisáhrif, sem vektu barnið til
að vilja af sjálfsdáðum það, sem því sjálfu er vænlegast
til þroska. Siðgæðisvitund barnsins verður að líta á við-
fangsefnin sem sín eigin, þannig vakna og þroskast kraft-
ar viljans bezt. Eigin viðfangsefni tekur barnið alvarlega;
þau finna endurhljóman í siðgæðisvitund þess. Séu þau
skilningi og kröftum barnsins ekki með öllu ofvaxin, efl-
ist traust þess og orkuvitund með hverju afreki og hverj-
um sigri. Siðferðistyrkurinn vex gagnvart sjálfskyldunni,
— ekki síður hjá börnum en fullorðnum. I þeim skyldum,
sem hlutrænn siðgæðisandi heildarinnar leggur barninu
á herðar, kannast barnið smám saman við kröfur eigin
siðgæðisvitundar. Höfuðboð siðgæðislögmálsins endur-
hljóma í hverju óspilltu brjósti, samþýðast rökum ein-
staklingsverundar. Gagnvart hlutrænum siðgæðisanda
brýtur því siðgæðisvitundin múr einmanaleikans, án þess
þó að afmá sérleika sinn. Hún er þú-verunni ótjáanleg og
°skiljanleg, því að hún er samvizka; hún á sterkar tengd-
lr við hlutrænan siðgæðisanda, því að hún er andi og vit-
und.
Eigindrænt samband siðgæðisvitundar einstaklingsins
við hlutrænan siðgæðisanda heildarinnar, — eins og hann
birtist t. d. í tungu, siðum, trú, rétti, listum og vísind-
um —, verður oss ljósara, ef vér reynum að hugsa oss
samvizkuna í algerri aðgreiningu frá hinu hlutræna. Hvað
er þá samvizkan?1) Hver fær gefið almennt svar? At-
1) Samvizka er þýðing latneska orðsins conscientia, og mynda
bæði orðin hugtakið að nokkru rangt. Hér er ekki aðeins um sam-
6*