Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 37
Skírnir]
Viðreisnin í Portugal.
35
þessu leyti. Svo mun og vera nú orðið um hrísgrjón. Þetta
hefir sparað stórfé í útlendum gjaldeyri (um 3 millj.
enskra punda á ári). Hár innflutningstollur var lagður á
hveiti og hrísgrjón. Þá var framleiðslan fljót að vaxa, og
af hveiti var fljótlega ræktað svo mikið, að stjórnin lenti
í vandræðum með það. Yfirleitt hefir sveitabúskapur bor-
ið sig allvel síðan nýja stjórnin tók við, að því fráteknu,
að erfitt hefir verið með sölu á víni, svo að reynt hefir
verið að minnka framleiðsluna. Það hefir komið sér vel
fyrir bændur í kreppunni, að innanlandsmarkaður er mik-
ill í stóru borgunum.
Ekkert sýnir betur afkomu sveitanna en það, að býlum
hefir fjölgað til mikilla muna þrátt fyrir kreppuna, og að
ræktað land hefir aukizt um 31 % á árunum 1928—35. Þá
hefir stjórnin gengizt fyrir stofnun búnaðar- og samvinnu-
félaga. Eftirtektarvert er það og, að bændur nota lánsfé
jög varlega, þó menntun þeirra sé af skornum skammti.
Fiskveiðar eru talsverðar í Portugal og einkum sardínu-
veiði. Stjórnin hefir hug á að auka þær, svo að fisk þurfi
ekki að kaupa frá útlöndum. Komist þetta í kring, væri
það stórtjón fyrir íslendinga. Eftirtektarvert er það, að
Portugalar flytja talsvert út af saltfiski, líklega til nýlend-
nanna. Á árinu 1937 minnkaði innflutningur af fiski um
10000 tonn.
Vatnsafl. Portugalsmenn kaupa kol og hreyfiolíur fyr-
iv hér um bil 1 millj. sterlingspunda á ári, og leikur mik-
dl hugur á því að spara þennan gjaldalið og nota vatns-
aflið. Farið hefir fram rannsókn á öllu landinu viðvíkj-
andi aflstöðvum, og notkun rafmagns til ljósa, iðnaðar og
kita hefir aukizt jafnt og þétt síðan nýja stjórnin tók við,
enda hefir iSnaöur aukizt drjúgum. Þó er mikið ógert í
þössu efni.
Sé nú að lokum spurt um atvinnuleysi, sem gefur góða
hugmynd um ástand atvinnuveganna, þá voru atvinnu-
leysingjar:
í Danmörku (1935) 2,5 % íbúa,
- Reykjavík (1938) 2,2— —
3*