Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 205
.Skírnir]
Ritdómar.
203
<lóttur Guðnýjar fyrri konu Vermundar, og er það fullt svo líklegt,
•og er þá eigi kynlegt, þó að eigi sé getið um neinn skyldleika henn-
ar við Björn. Þorgeir Steinsson (181. bls.) á eflaust að vera sonur
Steins lögsögumanns Þorgestssonar, og því eðlilega kallaður frændi
Þorsteins Kuggasonar. Hin skýringin finnst mér of langsótt. Á 218.
bls. segir, að eigi sé kunnugt um aðrar dætur Vermundar mjóva
•en Hallgerði. Fyr í bindinu er þó getið um Þorfinnu dóttur hans
(sbr. hér áður). Á 286. bls. er sagt, að búakviður eigi að vera
■vitni, en vitanlega átti hann aðeins að bera kviS af eða á. Það get-
ur eigi verið rétt skýring, neðanmáls á 311. bls. þar sem sagt er,
að frásögnin bendi til þess, að Björn, tengdafaðir Barða, hafi búið
vestan árinnar, því að þá væri það litt skiljanlegt, er í sögunni
stendur, að Barði hafi hjalað við Snorra goða á vaðinu. Annars er
sögutextinn hér eflaust brjálaður. Þar sem stendur á 311. bls.:
„Nú kemur Barði síðla til Víðidals", mun eiga að vera Vatnsdals.
Sama villa kemur fyrir á tveimur stöðum öðrum í textanum, eins
•og bent er á í skýringunum. Björn mun hafa búið á Bjarnarstöð-
nm í Vatnsdal. Það er mjög títt bæði í þessari sögu og öðrum, að
nafns bæjarins er eigi getið, þegar hann er kenndur við búand-
ann. Þegar flokkur þeirra Snorra og Þorgils kemur að norðan að
Vatnsdalsá, ríða þeir Barði á hlið inn í hann. Vaðið hefir verið á
:sama eða svipuðum stað og Skriðuvað er nú. Vestan árinnar
skilja þeir. Þorgils fer á Breiðabólstað i Vatnsdal (eða Þingi, sem
nú mun talið, ekki á Breiðabólstað í Vesturhópi), en Snorri og
Barði ríða frá áfram til Lækjamóts. Ef þetta hefði átt að gerast við
Víðidalsá, væri frásögnin öll mjög óeðlileg og torskilin þeim, er
þar eru kunnugir leiðum og staðháttum. Bezt gæti eg trúað því, að
bótt samvinna útgefenda hafi eflaust verið góð, þá hafi einhvern
veginn farizt á mis hjá þeim að athuga þessi atriði nógu rækilega,
•enda eru misfellur þessar, og þótt fleiri kunni mega telja, svo smá-
vægilegar, að þær skipta litlu máli um réttan skilning á sögunum.
Annars eru skýringarnar bæði rækilegar og fróðlegar. Hinu þarf
enginn að búast við, að allt sé skýrt, sem skýringar væri þörf, því
nð öllu eru einhver takmörk sett. — Að lokum vil eg þakka út-
'&eföndum og óska, að vinnubrögð þeirra mættu verða til fyrir-
myndar við útgáfu þeirra binda íslenzkra fornrita, er á eftir
ioma. Jón Jóhannesson.
Aage Gregersen: L’lslande son statut á travers les ages. Paris.
Bibraririe du Recueil Sirey. 1937.
í riti þessu lýsir höfundurinn réttarstöðu íslands gagnvart öðr-
nm ríkjum og stjórnarskipun þess frá upphafi byggðar landsins og
a^t fram á vora daga. Skiptir hann bókinni í þrjá aðalþætti. Nær
binn fyrsti yfir tímabilið frá því landið fannst og þar til lýðveldið