Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 69
Skírnir] Endurminningar frá ísaárunum 1880—86.
67
voru þá úti á miðum, og hefir Theódór Friðriksson lýst
útivistinni í bók um hákarlaveiðar.
I þeirri hríð urðu hvalir fyrir barðinu á ísnum. Það er
í frásögur færandi, að þá voru sagðir 100 stórhvalir í
vök austur af Flatey á Skjálfanda. Eigi vil eg ábyrgjast
töluna — höfðafjölda né sporða. En mjög er mér minnis-
stæð sú sjón, er eg sá út til fjarðarins af hlaðvarpa og
baðstofumæni bæjar míns. Þar bar við loft ótal reyki, eða
hvalablásturs-gufustróka, marga, marga. Eigi veit eg um
afdrif þessara stórgripa hafsins, hvort þeir lifðu, þegar
ísinn losnaði í annari eða þriðju viku sumars. Engar
mannshendur náðu til þeirra. En hvort sem þeir voru
hálft eða heilt hundrað, þá er það víst, að þeir áttu í vök
O-S verjast.
Seinni stórhríðin hófst á miðnætti fyrir uppstigningar-
dag og voru þá 4 vikur af sumri. Kveldið næsta á undan
fór eg í viðarmó, sem svo er kallað, því að eldiviðarlaust
var, ásamt vinnumanni föður míns, og bundum okkar
byrðar og þárum heim. Veðri var svo háttað, að úfinn
klakkabakki var úti fyrir, næðingsvindur, en heiðskírt
loft að mestu; auður sjór. Sauðfé var búið að sleppa. Um
nóttina gerði stórhríð svo mikla, að hræðilegir fjárskaðar
urðu víðsvegar og mestir í Skagafjarðar- og Húnavatns-
sýslum. Eftir þau áföll fengu þessar sýslur hallærislán,
60 þúsund, ef eg man rétt. Fjöldi fólks flýði þá óðul sín
og landið. — Hríðin geisaði til sunnudags í Þingeyjar-
sýslu. Fé var krafsað saman um morguninn. Eg fór með
föður mínum, þá kominn yfir fermingaraldur. Einn lítill
útheysstabbi var þá til í ærhússtópt hans. Hann hélt líf-
inu í ánum, meðan hríðin geisaði. Geldfé varð að lifa á
ruunnvatni sínu og guðs blessun.
I þessu fárviðri kom svo mikil fönn, að skaflar urðu
uiannhæðar háir. Gluggar urðu loðnir af hélu, svo sem
ú þorra. Hafís fyllti allt haf austur og vestur með landi,
°g hvalir fóru til heljar, 27 t. d. við Vatnsnes — á Ána-
staðareka.
Um hvítasunnu var allur snjór horfinn og komin blíð-