Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 99
Skírnir]
Siðgæðisvitund og skapgerðarlist.
97
skapgerð sína til fulls. Samt er þróun skapgerðar hjá
hverjum einstaklingi háð einu sameiginlegu grundvallar-
skilyrði: menntgjafinn verður að vekja menntþegjanum
vilja til sjálfstæðra athafna, svo að hann þjalfist gagm
vart viðfangsefnunum, tileinki sér af sjálfsdáðum anda
heildarinnar og hlíti skylduboðum hans. Þetta er aðalhlut-
verk uppeldisins. Barnið verður frá byrjun að eiga kost
viðfangsefna, sem hæfi hneigðum þess, aldri og þroska.
Þannig vaknar því starfslöngun. Þessa samræmis milli
hneigða, hæfileika og viðfangsefna ber vel að gæta. Ein-
staklingshæfnin á sérstök starfssvið, sem samsvara henni
hezt. I örustu þroskun breytast líka í sífellu orkuhlutföll
barnsins gagnvart erfiðleikum viðfangsefnanna. Hér
krefst einstaklingseigindin því olnbogarýmis og ákvörð-
unarréttar. Viljinn vaknar og þroskast gagnvart þeim við-
fangsefnum, sem skýrast endurhljóma í verund barnsins.
Hneigðin er hjartaþáttur athafnaviljans, hún er sú rödd,
sem bezt getur vakið blundandi hæfileika barnsins. Sá
einn, sem á sterkar og þroskaðar hneigðir, getur öðlazt
skapgerð. Því ber menntgjafanum ávallt að virða hneigð-
lr barnsins, en jafnframt að gera háar kröfur til þroska
beirra. Rétt þroskuð hneigð gerir einstaklinginn ekki
þi’öngan og einhliða, heldur næman og víðsýnan. Og fram-
ar ehu: hneigð er ekki aðeins fyrir hendi gagnvart þeim
starfssviðum, sem viðkomandi einstaklingi leika í lyndi og
kosta hann enga áreynslu. Þroskun hverrar rótheillar
hneigðar kostar svita og heilabrot. Það er því í alla staði
langt, að velja barninu of fábreytt og einhliða viðfangs-
efni; þvert á móti þurfa þau að vera svo fjölbreytt sem
auðið er og vaxandi þanvídd hneigðanna frekast leyfir.
eðlilegri þróun hneigðar felst dýpkun hennar, en að sama
skapi víkkar starfssviðið. Hins vegar ber að varast að
skoða yfirborðsþekkingu og fjölhæfni sem órækan mennt-
unarvott. I réttri þróun reyna sig hneigðirnar, unz þær
sterkustu bera sigur úr býtum. Það ber vott um kjark-
eysi’ að framfylgja ekki starfshneigðum sínum. Og að
PV! er siðgæðisuppeldinu viðvíkur, þá er það ekki fyrst
7