Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 173
Skírnir] Björn Gunnlaugsson og Uppdráttur íslands.
171
]Drekvirki. Ástæðan til þess, að hann gat lokið uppdrætt-
inum, er sú, að hann hefir stöðugt haft hugfast til hvers
uppdrátturinn var gerður. Ber uppdrátturinn það með sér,
að hann er gerður fyrst og fremst með tilliti til sögufróð-
leiks. Á frumuppdráttum Björns, sem voru í stærri mæli-
kvarða en prentaði uppdrátturinn, voru allir bæir sýndir
með nöfnum. Á prentaða uppdrættinum hefir þurft að
sleppa sumum nöfnunum, þar sem þéttbýlt er. Allir aðal-
dalir og ár eru sýndar og sömuleiðis helztu þjóðleiðir.
Óbyggð svæði og afdalir hafa verið látin mæta afgangi,
og er misjafnlega frá því gengið eftir því, sem tími og aðr-
ar ástæður leyfðu. Þetta sýnir, að Uppdrátturinn hefir
fyrst og fremst verið gerður með það fyrir augum, að fá
þekkingu á þeim hlutum, sem teljast máttu aðalatriði.
Enda sýndi það sig, að ef Björn fór að einhverju leyti út
fyrir þetta svið, létu menn sér fátt um finnast. Skoðaði
hann t. d. tvívegis Þórisdal, árin 1834 og 1835, og vakti
það óánægju hjá stjórn Bókmenntafélagsins, því þetta
þótti hinn mesti óþarfi.
Til þess að fá undirstöðuna undir uppdráttinn, sem er
þríhyrninganetið, þurfti Björn eðlilega að mæla til ýmissa
fjallstinda. Strandmælendur höfðu víðast aðeins gert ein-
falda röð af þríhyrningum meðfram strandlengjunni.
Björn jók þetta net lengra inn í landið og þurfti því að
ganga á alla þá þríhyrningapunkta strandmælenda, sem
eru innanvert í þríhyrninganetinu.
Frá þessum stöðum mældi Björn með hornmæli til fjalls-
tinda, sem voru heppilegir hornpunktar í þríhyrninganetið,
og auk þess til kirkna eða annara þýðingarmikilla staða.
Einnig hafði hann, að minnsta kosti stundum, með sér
mæliborð og setti á það stefnur til staða þeirra, sem þýð-
ingu höfðu við gerð uppdráttarins, og teiknaði hann að
nokkru leyti á staðnum.
Hér í Landsbókasafninu er til mikið af þríhyrningaút-
reikningum Björns Gunnlaugssonar. Bera þeir með sér,
■að hann hefir gert allmiklar mælingar á Suðvesturlandi
til þess að fá yfirlit yfir þá nákvæmni, sem mælingarnar