Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 215
Skírnir]
Ritdómar.
213
The Old Norwegian General Law of the Gulathing, according to
Codex Gl. k. S. 1154 Folio; Diplomatic Edition, with Linguistic-
Palaeographic Introduction and Four Facsimile Pages, edited by
George T, Flom. Published by the University of Ulinois at Urbana
1937. 72 -)- 204 bls. — Ulinois Studies in Language and Literature.
Vol. XX. No. 3—4.
Einn af þeim, sem mest hefir unnað og unnið norrænum fræð-
um hér í Bandaríkjunum, er hinn góðkunni fræðimaður George T.
Flom, prófessor við háskólann í Illinois, Urbana, 111. Flom er Norð-
maður að ætt og uppruna, þótt fæddur sé hann vestanhafs (í Utica,
Wisconsin, 1871), enda hefir áhugi hans beinzt að norskri mál-
fræði að fornu og nýju. Doktorsritgerð hans fjallaði um áhrif nor-
rænu á lágskozku (Scandinavian influence on Lowland Scotch,
1900) og síðan hefir hann skrifað margar ritgerðir um mállýzkur
og hljóðfræði þeirra, og má til þess nefna greinar um norskar mál-
lýzkur austan hafs (um Sygnamál, 1915) og vestan (norsk-amerík-
anskar). Aulc þess hefir hann fjallað um hljóðfræði sumra islenzkra
handrita og sýnt fram á það m. a., að sérhljóða-samræmi (vokal-
harmoni), sem annars var talið norskt einkenni, er ekki með öllu
óþekkt í þeim („Did old Icelandic have vowel harmony?" í Studia
Germanica tillagnade E. A. Kock, 1934).
Einna drýgstan skerf til norrænna fræða mun Flom þó hafa lagt
með stafréttum útgáfum af norskum handritum og nákvæmri rann-
sókn á málfræði þeirra og þó einkum leturgerð þeirra og ritvenj-
um (paleography) og hefir hann með því lagt drjúgan skerf til
skilnings á hinni torráðnu sögu leturgerðarinnar, eigi aðeins í Nor-
egi, heldur og á íslandi.
Fyrst af þessum verkum má telja Fragment RA 58 C of the Kon-
ungs Skuggsjá, 1911. Síðar kom útgáfan The Main Manuscript of
Konungs Skuggsjá in Phototypic Reproduction with Diplomatic
Text (1916), með handrits- og ritháttarlýsingu. Seinna birti hann
mállýsingu handritsins í The Language of Konungs Skuggsjá (Spe-
culum Regale) Part 1 and 2 (1921 og 1923). Aðrar handrita-útgáf-
ur eru: The Borgarthing Law of Codex Tunsbergensis (1925), Frag-
ment AM 815 E of the Older Gulathing Law . . . (1928) og Codex
AM 619 (Homiliebók) (1929). Flestar eru bækur þessar gefnar út
í safninu: lllinois Studies in Language and Literature, eins og þessi
síðasta texta-útgáfa Gulaþingslaga. Það er prýðileg bók, vel prent-
uð á góðan pappír. í inngangi er handritinu lýst og rithætti þess
af venjulegri nákvæmni Floms. Hér skal samt ekki farið út í það
mál, því að meir er þetta ritað til að vekja athygli á starfsemi
Floms. í því skyni skal og enn bent á nokkrar merkar greinar eftir
^ann um fornar ritvenjur: „The use of small capitals in medial and
final position in the earliest Old Norwegian manuscript“ í Fest-