Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 202
200
Ritdómar.
[Skírnir
kost að njóta árangursins, þeir, er skilja íslenzka tungu. Þetta bindi
hefir að því leyti verið torveldara viðfangs heldur en þau, sem áð-
ur eru komin, að tvær sögurnar, Bjarnar saga og Heiðarvíga saga,
eru aðeins til í brotum, en útgeföndum hefir tekizt svo ágætlega að
tengja brotin saman, að vel má fá sæmilega heildarmynd af þessum
sögum, eins og þær hafa upphaflega verið. Prófessor Sigurður
Nordal hefir ritað formálann og er þar fjöldi af merkilegum nýj-
ungum og athugunum, og hljóta sumar þeirra að breyta allmjög-
skoðunum manna á eðli og uppruna íslendinga sagna. Þar ræðir
hann um heimildir og fyrirmyndir sagnanna, munnlegar og rit-
aðar, innlendar og erlendar, í föstu og lausu máli. Ennfremur um
skáldskap og meðferð höfunda á efninu, tímatal, stíl, hvar og hve-
nær sögurnar eru ritaðar og af hvers konar mönnum, varðveizlu
sagnanna, handrit og útgáfur og margt fleira. Vitanlega eru ekki
allar röksemdir hans jafn-veigamiklar, þar sem heimildir eru oft
svo fáskrúðugar, að litlu verður við komið öðru en getgátum, en
þær eru alltaf athyglisverðar og skynsamlegar, og það er fyrir
löngu kunnugt um próf. S. N., að hann hefir sérstakt lag á að nota
hvern fróðleiksmola á réttum stað, jafnvel þótt molinn sé ekki sem
lögulegastur. Hér er eigi rúm til að minnast á nema fá atriði í
formálanum. Próf. S. N. hyggur, að höf. Hænsa-Þóris sögu hafi
þekkt íslendingabók og vikið frá henni viljandi af ýmsum ástæðum
og sumum eigi alls kostar sannfræðilegum, heldur skáldlegum. Al-
menn rök hníga öll í þá átt, að þetta muni rétt. Setningin um fall
Þórólfs refs er og án efa úr íslendingabók. Hins vegar gæti hún
vel hafa komizt í söguna um leið og kaflinn um fjórðungaskipting-
una, en setning þessi er of stutt til þess að hægt sé að reikna út,
hvort hún hefir staðið í skinnhandriti því, sem leifar eru til af, eða
ekki. Annars kynni hún að hafa orðið kaflanum lengur samferða-
S'öguna telur próf. S. N. ritaða í Reykholti laust eftir miðja 13.
öld, Gunnlaugs sögu við Borgarfjörð, helzt á Mýrum, um svipað
leyti eða nokkru síðar, Bjarnar sögu í Hítardal seint á fyrsta f jórð-
ungi 13. aldar og Heiðarvíga sögu á Þingeyrum um 1200, og verður
varla nær um neitt af þessu komizt. Gerir það mönnum ólíkt hægara
að skilja atburðina í sögunum, ef menn vita hvaðan er horft á þá.
og frá hvaða tíma. Eru því þakkarverðar allar tilraunir, sem
gerðar eru til að upplýsa það mál, enda þótt oft hljóti að skeika
einhverju um niðurstöðuna. Mjög athyglisverð er niðurstaða próf.
S. N. um vísurnar í Heiðarvíga sögu, hinni elztu íslendinga sögu,
að þær séu sumar lagaðar eða jafnvel ortar af höf. sjálfum eða.
nánustu heimildarmönnum hans. Af frásögn Sturlungu um veizl-
una á Reykhólum 1117 má ráða, að þá ortu menn vísur inn í forn-
aldarsögur, svo að það virðist engin goðgá að ætla, að sagnamenn
hafi stundum gripið til hins sama, er þeir sögðu frá eða rituðu sög-