Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 137
Skírnir]
Þjóðabandalagið og manneldið.
135
Fátœkt og fáfrœtSi.
Bæði Sérfræðinganefndin og Hin alþjóðlega vinnumála-
stofnun hafa athugað hve mjög matarverðið hefir áhrif á
mataræðið í samanburði við tekjur og lífskröfur. Skýrsla
sérfræðinganna setur fram niðurstöður rannsókna á heim-
ilisútgjöldum í ýmsum löndum, og sýna þær, hve fæðið
hefir batnað, eftir því sem tekjur uxu. Samanburður á
skiptingu tekna og verði hins minnsta, sem komast má af
með af nægilega nærandi fæði, sýnir, að vaneldi allmikils
hluta íbúanna má rekja beint til fátæktar, jafnvel í svo
tiltölulega vel stæðum löndum sem Bandaríkjunum og
Bretlandi. 1 öllum löndum er mest vaneldi meðal fátækara
fólksins, og sérstaklega þegar verkamaður verður að vinna
fyrir stórum barnahóp. Svo mikils vert sem það er — eins
og sýnt hefir verið fram á — að fræða menn um matar-
æði og gildi fæðunnar, þá er það ljóst af skýrslunni, að
meginorsök vaneldis er fátækt.
Það er aðallega viðfangsefni stjórnarvalda hverrar þjóð-
ar, hvað á að gera við þessa undirrót vaneldisins, þ. e.,
hvernig á að auka tekjurnar. Sérfræðinganefndin gat því
okki gert neinar beinar tillögur um það. Hún vakti þó at-
hygli á nokkrum aðgerðum, er hafa mætti til fróunar, ef
«kki lækningar. Hún benti á, að þjóðfélagsstofnanir gætu
dregið úr vaneldi því, sem fátæktin veldur, með því að sjá
fyrir skólamáltíðum, mjólk á hjúkrunarstofum þungaðra
kvenna og kvenna með börn á brjósti, eða styrk til heimil-
anna.
Hins vegar gerðu sérfræðingarnir ekki lítið úr þörfinni
•á fræðslu um fæðugildið. Skýrsla þeirra hefir dæmi, er
sýna, hve geysilega gæði fæðisins geta verið mismunandi
jafnvel á heimilum, sem hafa sömu tekjur. Yfirlit þeirra
um margvíslegar fræðsluaðferðir, er reyndar hafa verið í
ýmsum löndum, er vel þess vert, að þeir gefi því gaum,
sem áhuga hafa á því að bæta mataræðið með þessum
hætti.