Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 19
Skírnir]
Uppruni Landnámabókar.
17
röði á Ketilsstöðum, er átti stjúpdóttur og bróðurdóttir
Brynjólfs hins gamla, leikur varla efi á því, að hann hafi
verið kominn í beinan karllegg frá Brynjólfi og verið son-
ur þess Halls Órækjusonar, sem nefndur er í íslendinga-
bók. Brynjólfur hinn gamli og ætt hans er furðulega um-
fangsmikil í landnámssögum Múlaþinga. Getur Brynjólfs
og barna hans í frásögnum af 13 landnemum þar. Hefir
œttin auðsjáanlega verið mjög ofarlega í huga þeirra
manna, sem sögðu fyrir um landnám þar eystra.
I Skaftafellsþingi er ætt Kirkjubæjarmanna rakin til
Kolbeins, sonar Sighvats lögsögumanns Surtssonar. Var
hann 5. maður í beinan karllegg frá Katli hinum fíflska,
er þar nam land. Aldur Kolbeins má bezt ráða af því, að
hann var dóttursonarsonur Brennu-Flosa og sonur manns,
sem lét af lögsögu 1082. Hefir Kolbeinn verið á líku reki
sem Ari fróði, enda munu þeir vera þrímenningar að
frændsemi.
Að undanskildum biskupaættum er og aðeins ein ætt
rakin til aldamótamanns í Rangárþingi. Það er til Sæmund-
ar hins fróða í Odda. Vænta mætti, að ættartölu þessa hefði
Verið að finna í sambandi við landnámsfrásagnir af Hrafni
hinum heimska eða Jörundi goða, sem voru ættfeður Sæ-
Oiundar í karllegg, en svo hefir ekki verið. Að vísu er ætt
Steinunnar konu Hauks lögmanns rakin í bók hans til Sæ-
ttiundar fróða og þaðan svo til Hrafns heimska, en allir
munu vera sammála um, að hér sé að ræða um viðbót frá
Hauks hendi. I frumlandnámu Rangárþings hefir ætt Sæ-
hiundar aðeins verið rakin frá Þorgeiri Árgrímssyni, sem
»fyrstur bjó í Odda“. „Þorgeir keypti Oddaland að Hrafni
Hængssyni, Strandir báðar og Varmadal og oddann allan
uiilli Hróarslækjar og Rangár. Hann bjó fyrstur í Odda
°g átti Þuríði dóttur Eilífs hins unga. Þeirra dóttir Helga,
er átti Svartur Úlfsson. Þeirra son Sæmundur í Odda,
faðir Sigfúsar prests, föður Sæmundar fróða“.
Svo sem í fyrrgreindum ættartölum Héðins Arnmóðs-
s°nar og Þorláks í Hítardal, kemur hér skýrt fram til-
gangur ættfærslunnar. í ættartölunni sjálfri er fólgin saga
2