Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 49
Skírnir] Landnám Breta í Ástralíu. 47
1893. Urðu þá skyndilega nálega allir bankar gjaldþrota,.
og fasteignir nálega verðlausar. Ríkir menn urðu allt í
einu bláfátækir. Landið var um 10 ár að ná sér aftur, eftir
þessa kreppu.
Tíminn leyfir mér ekki að lýsa allskonar framförumr
sem orðið hafa á síðari árum í hveiti- og ávaxtarækt, kúa-
búskap, mjólkurbúum, vínrækt, sykurrækt, námugrefti og
allskonar iðnaði. Eg get ekki heldur í stuttu máli lýst
stjórnmálabaráttunni á síðari hluta 19. aldar, sem losaði
Ástralíu að mestu við yfirráð stjórnarinnar í Lundúnum.
Það mætti vel líkja þessari baráttu við sjálfstæðisbaráttu
íslendinga um sömu mundir.
Eftir því sem nýlendurnar fengu smámsaman rétt til
þess að ráða sjálfar sínum málum, hófst önnur hreyfing
og færðist óðum í aukana, og miðaði hún að því að sam-
eina allar áströlsku nýlendurnar í eitt sambandsríki. Þetta
tókst, og árið 1900 samþykkti brezka þingið stjórnarskrá
Ástralíuríkis. Nýja sambandsstjórnin tók við völdum 1.
jan. 1901, fyrsta dag tuttugustu aldarinnar.
Á þessum tíma var fólksf jöldi í landinu um 3.800.00. Nú
er hann nálega 7 milljónir; það er að segja 1 íbúi á fer-
kílómetra, eins og á íslandi.
Nálega allir Ástralíumenn eru af brezkum ættum. Af
öðrum uppruna eru einkum Þjóðverjar (um 75 000) og
ítalir (um 35 000). Þar eru og nokkur þúsund Norður-
jandabúa, en ekki er mér kunnugt að nema einn íslend-
ingur sé þar búsettur.
Hvítum mönnum er fjálst að flytja til Ástralíu. Einu
skilyrðin eru þau, að ekki séu líkur til þess, að þeir verði
þjóðfélaginu til byrði.
Afstaða Ástralíu til Stóra Bretlands er svipuð og ís-
lendinga til Danmerkur. Sem sambandsland Breta (Bri-
tish Dominion) er Ástralía frjálst og óháð ríki, og stjórn-
ay sínum málum sjálf, bæði innanlands og utan, og er jafn-
retthá og Stóra Bretland. Eini fasti sambandsliðurinn er
konungurinn, sem ræður öllu brezka heimsveldinu. En
Astralía er tengd mjög sterkum ættræknis-, samúðar- og