Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 207
Skírnir]
Ritdómar.
205
Höf. hefir sýnilega kynnt sér vandlega allar frumheimildir um
efnið og sömuleiðis flest af því, sem um það hefir verið ritað. Þó
að verkefnið sé mikið og ritið ekki nema 446 bls., auk heimilda-
skrár og efnisyfirlits, þá hefir höf. þó tekizt að koma fyrir í bók-
inni furðulega miklu efni. Hann vikur þar að öllu því, sem veru-
iegu máli skiptir, um þennan þátt í réttarsögu íslands, og það svo
ítarlega, að ritið verður að teljast vera ágætt yfirlitsrit um þetta
mál. — Nýjungar kemur hann fáar með, og einstöku smávægilegar
villur eru í ritinu, eins og þar sem hann á bls. 4 hefir það eftir
Dicuilus, að írarnir, sem að hans sögn höfðu komið til íslands,
hafi horfið þaðan, er norrænir heiðingjar komu til landsins, eða
þar sem hann á bls. 118 nm. segir, að Snorri Sturluson og ættmenn
hans hafi átt svo að segja allar jarðir (fermes) milli Borgarfjarðar
og Skagafjarðar. En þetta eru smámunir, sem að engu leyti rýra
gildi ritsins.
Vér íslendingar höfum fyllstu ástæðu til að vera höf. þakklátir
fyrir þetta verk hans. Það er ritað af skilningi og velvild í vorn
garð, og það er ekki lítils virði fyrir oss, að jafngóð lýsing og
þessi bók er á stjórnarskipun vorri fyrr og síðar, á sjálfstæðisbar-
áttu vorri og á þjóðréttarstöðu vorri nú, skuli hafa birzt á frönsku,
því máli, sem er öðrum málum fremur mál hins alþjóðlega réttar.
Ó. L.
Skandinaviska folkmál i sprákprov, samlede, ordnade och ut-
SÍVna av J. A. Lundell. — Táxter I: Gotlándska, östsvenska och
norrlándska mál. — Stockholm 1936. Kungl. boktryckeriet. P. A.
Norstedt & söner.
Þetta er fyrsta hefti ritverks, sem á að hafa að geyma sýnis-
h°rn af öllum aðal-mállýzkum norðrænnar tungu (í víðustu merk-
ingu) nú á dögum. Þetta hefti nær yfir gotlenzka, austur-sænska
(frá Eistlandi og Finnlandi) og norður-sænska texta, en síðari
hefti eiga að taka yfir austur-norsku, vestur-norsku ásamt íslenzku
°g færeysku, mið-sænsku, suður-sænsku og loks danskar mállýzk-
Ur- í safninu eiga að vera minnst tvö sýnishorn af hverri mállýzku
°g af þeim að minnsta kosti annað með hinni nákvæmu hljóðritun,
sem notuð er við sænskar mállýzkur, þegar nákvæmt á að vera, —
en hitt með ónákvæmara stafrófi eða líkara venjulegri réttritun.
Textunum eiga síðan að fylgja þýðingar, orðaskýringar og aðrar
uPPlýsingar.
Verk þetta á, ásamt hinum málfræðilega fróðleik, að gefa sem
Sleggsta hugmynd um norrænt alþýðulíf í leik og starfi: frásagnir
ymiskonar, þjóðtrú og þjóðsagnir, gátur, málshætti og þulur. Verð-