Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 184
182
Töfrar bragarháttanna.
[Skírnir
Sjá roðann á nnjúkunum háu!
nú hlýnar um strönd og dal,
nú birtir í býlunum lágu,
nú bráðna fannir í jöklasal.
Allar elfur vaxa
og öldum kvikum hossa.
Þar sindrar á sægengna laxa,
er sækja í bratta fossa.
Fjallató og gerði gróa,
grund og mói skipta lit.
Út um sjóinn sólblik glóa,
syngur lóa’ í bjarkaþyt.
Vísur mynda kvæði, og langoftast eru allar vísur kvæð-
is með sama bragarhætti. Þó hafa sum skáld haft tvo brag-
arhætti til skiptis í kvæði, svo sem Hannes Hafstein í
kvæðinu Skarphéðinn í brennunni, og getur það farið vel.
Vísnafjöldi í kvæði er sjaldan bundinn við háttinn.
Hér verð eg að láta staðar numið. Eg hefi aðeins get-
að drepið stuttlega á nokkur aðalatriði þessa máls, bent
á nokkur sjónarmið, sem hafa verður hugföst, er menn
lesa kvæði og vilja skilja þá list, sem í þeim er fólgin, og
njóta hennar. fslendingar hafa að líkindum hugsað til-
tölulega mest allra þjóða um bragarhætti, og það væri
leiðinlegt, ef þeir af hugsunarleysi eða leti glötuðu því
skyni, sem þeir öldum saman hafa borið á bragsnilld, glöt-
uðu brageyra sínu.
Það var einu sinni stúlka, sem sagðist vilja læra söng.
„Eg held þú getir það nú, ef þú hefir söngeyra", sagði
vinstúlka hennar. „Hvar fæst það keypt?“ spurði hún.
Hún hélt, að söngeyra fengist í búðinni, eins og annað
gott. En söngeyra fæst ekki í búðinni og brageyra ekki
heldur. Það er gjöf náttúrunnar, eins og flest, sem bezt er.
En náttúran tekur að jafnaði aftur þær gjafir af börnum
sínum, sem þau nota ekki með skynsemd. Gætum þess, að
hún taki ekki af oss brageyrað.