Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 83
Skírnir]
Siðgæðisvitund og skapgerðarlist.
81
Sérleiki einstaklingsins, einkum siðgæðisvitundarinnar,
veldur uppeldisstarfinu ýmsum hömlum og erfiðleikum.
Þroskun siðgæðisvitundarinnar, sem myndar ltjarna
menntunarstarfsins, er í því fólgin, að einstaklingurinn
innræti sér siðgæðisanda heildarinnar og rótfestist í
ákveðinni siðgæðisstefnu. En siðgæðisandi heildarinnar
hefir almennt gildi, sem ekki er háð afstöðu einstaklings-
ins. Tökum sannsöglikröfuna til dæmis. Hún á fullt gildi,
þótt eg brjóti í bág við hana og Ijúgi. Eg get ekki hafnað
henni sem grundvallarsetningu siðgæðisins, án þess um
leið að komast í mótsetningu við sjálfan mig. Eg get
óhlýðnast þessari grundvallarreglu, en ekki upphafið
hana. Hún er bindandi fyrir hvern siðferðilega óbrjálað-
an, og siðgæðisvitund mín þekkir þessa skyldu og viður-
kennir. Þannig er einstaklingurinn háður siðgæðisanda
heildarinnar. Kröfur hans ná til allra, jafnvel til glæpa-
mannsins, sem af ásetningi brýtur í bág við hann. —
Barnið á einskis annars kost en að vaxa inn í þennan anda,
innræta sér siðgæðisskoðun fullorðinna. Án sambands við
hlutrænan siðgæðisanda myndi ásköpuð siðgæðisvitund
barnsins deyja sem visnandi frjó.
En erum vér ekki með þessu að reyna að sameina tvö
svið, sem ekkert eiga sameiginlegt? Annars vegar ein-
staklingsbundin siðgæðisvitund, hjúpuð dulblæju einmana-
leikans, hins vegar siðgæðisandi heildarinnar, algildur og
óhjákvæmilegur. Hvernig verður þetta skýrt?
II.
Til þess að svara þessari spurningu, verðum vér fyrst
að gera oss ljósa afstöðu uppeldisvilja menntgjafans til
siðgæðisvitundar menntþegans. Siðgæðisvitundin er frum-
skilyrði sannrar menntunar. En orkulind wppeldisviljans,
seni beinist að siðgæðisvitund þú-verunnar, er ást mennt-
gjafans og óræð þrá, að vekja og þroslca blundandi hæfi-
leika, Þessi þrá er ein grein félagslyndrar ástar og ná-
tengd vitundinni um tilgang allrar mannlegrar verundar.
Guðsneistinn í brjósti barnsins gefur því í senn hæfni og
6