Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 48
46
Landnám Breta í Ástralíu.
[Skírnir
áttum. Meðal þeirra voru tugir þúsunda af Kínverjum, og
allir vonuðu að verða flugríkir á skammri stund. Flestir
urðu fyrir miklum vonþrigðum. Þó var þarna mikið af
gulli, og margir urðu vellauðugir, en þeir, sem afla auð-
æfa á stuttum tíma, sóa þeim oftast aftur í allskonar
brask og heimskuleg æfintýri. Það er venjan í Ástralíu,
eins og annarsstaðar, að þeim einum helzt vel á fé sínu,
sem eru fastir fyrir og úthaldsgóðir.
Ekki er mér kunnugt um, hve margir íslendingar lentu
í þessu gull-leitar-uppnámi, en að minnsta kosti kom einn
þangað. Maður þessi var Holger Clausen, þingmaður Snæ-
fellinga 1881—85. Hann var fæddur í Ólafsvík árið 1831,
en var í Ástralíu 1849—53 við gullgröft og fleira. Síðar fór
hann aftur til Ástralíu, og var hann kaupmaður í Mel-
bourne í átta ár (1862—70).
Þrátt fyrir öll vonbrigði urðu þó gullnámurnar mikill
fengur fyrir Ástralíu. Þær fluttu landinu mikil auðæfi, og
bættu fjárhaginn. Mesti hagnaðurinn var þó skyndileg
fólksfjölgun. Á 10 árum óx íbúatalan frá 40 000 til
1 100 000; því margir gulleitarmenn settust þar að sem
bændur, og stunduðu akuryrkju eða fjárrækt. Það var á
þessum árum, sem grundvöllurinn var lagður fyrir allan
framtíðarþroska Ástralíu.
En vonbrigði og erfiðleikar fylgja fleiru en gullgrefti.
Svo er og um akuryrkju og verzlun. Stundum eru upp-
gangstímar, eins og árin 1850—60, en venjulega kemur
einhver afturkippur og óáran á eftir eða kreppa. Lang-
vinnur þurrkur getur komið hvenær sem er 1 Ástralíu og
valdið því, að hveitiuppskeran bregðist algjörlega, og þús-
undir eða jafnvel milljónir af búpeningi drepist. Þessu
fylgja síðan allskonar hörmungar fyrir fólkið.
Stundum koma krepputímar af öðru en þurrki eða
annari óáran. Þeir geta líka komið af ógætilegu braski og
gróðabralli, sem mönnum hættir til eftir góðu árin. Svo
var þetta um kreppuna á síðasta tug nítjándu aldar. Orsök
hennar var stórfenglegt brask með landeignir. Hækkuðu
þá jarðir geysilega í verði, og náði þessi alda hámarki