Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 91
Skírnir]
Siðgæðisvitund og skapgerðarlist.
891
vís, enda bendir hann á skapgerðarleysi. Háttvísi og hátt-
prýði bera oftast vott um þroskaða skapgerð.
4. Geðbifun. Með ákvörðun sinni tekur viljinn ákveðna
afstöðu til markmiðsins. En þolni ásetningsviljans er háð
dýpt þeirrar geðbifunar, sem hugsunin um markið veldur,
bæði þegar ákvörðunin er tekin og síðan ávallt, er viðkom-
andi persónu kemur markmið viljans í hug. Ákafa geð-
bifun köllum vér hrifni, eldmóð, eða, ef hún er róttæk og
látlaus, ofstæki. Ef markmið viljans er hátt og göfugt,
getur ofstækisfull geðbifun samræmzt skapgerð. Þó ber
ofstæki oftast vott um skapgerðarleysi, enda skortir of-
stækismanninn venjulega dómgreind og næmlyndi. Því
dýpri sem geðbifunin er og því lengur sem hún helzt (eld-
móður, hrifning), því betur styrkir hún þolni viljans. Djúp
geðbifun er næringarlind sterkrar skapgerðar. Hún sýnir
viljanum markið ávallt á ný í hrífandi ljósi og glæðir
þannig framkvæmdaþrá hans, en varnar jafnframt nýjum
áhrifum að trufla viljann í stefnu sinni, hvort sem um
er að ræða ytri áhrif eða efa og viðkvæmni. Geðbifunin
er það magn, sem veitir sterkum persónuleika þrek til að
krefjast stórra fórna af öðrum í þágu hugsjóna sinna.
Þessi frumskilyrði skapgerðar eru jafnframt þættir
viljalífsins í víðari merkingu. Nú vitum vér, að mennt-
gjafinn getur ekki með beinum áhrifum þroskað vilja
barnsins til fulls, heldur aðeins með því, að fá honum
hæfileg viðfangsefni. Vér hugleiðum nú, að hve miklu
^eyti þetta gildir fyrir hvern þann þátt viljalífsins, sem
hér var talinn.
1. Viljastyrkinn virðist ekki hægt að þroska með bein-
um áhrifum. Ef barninu hverfur áhugi og löngun gagn-
vart því, sem það áður hafði viljað, eru allar fortölur ár-
angurslausar. Raunar má fá barn til að ljúka við eitthvað,
sem það hefir þegar fengið leiða á, en þá setur vilji þess-
sér nýtt mark, t. d. að hlýðnast boði foreldranna, sigrast
á leiða sínum o. s. frv. Hitt er miklu fátíðara, að bein
áhrif snúi viljanum aftur að sama markmiði. Nú myndar
vitundarviljinn hjartataug mennthæfninnar, en siðgæðis-