Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 14
12
Uppruni Landnámabókar.
[Skírnir
námabók væru framættir þessara manna raktar, en á þessu
er furðu mikill misbrestur. Að meðtöldum Ara hinum
fróða eru aðeins 8 þeirra nefndir í Landnámabók og af
þeim eru bersýnilega 4 nefndir í innskotsgreinum Land-
námuritara 13. aldar. Það eru þeir Magnús prestur Þórð-
arson í Reykjaholti. Frá honum er ætt rakin til Sturlunga.
Þórður Gilsson. Um hann er hið sama að segja. Þorgeir
Hallason í Hvassafelli afi Guðmundar biskups Arasonar
og Hallur Teitsson í Haukadal langafi Gissurar jarls. Til
þeirra beggja, Guðmundar og Gissurar, eru ættirnar rakt-
ar. Ótaldir eru þá, auk Ara, Sæmundur fróði Sigfússon,
Hafliði Másson og Guðmundur prestur Brandsson í Hjarð-
arholti. Er þó hæpið, hvort ættir þeirra Guðmundar og
Ara hafa verið raktar í frumlandnámu. Nöfn beggja koma
fyrir í greinum, sem bera mjög svip innskota. Enda eru
ættir raktar niður til Sturlunga í þeim báðum. Þannig-
er varla efamál, að af 20 stærstu höfðingjum landsins í
byrjun 12. aldar, hafa í hæsta lagi 4 verið nefndir í frum-
landnámu, og um slíkar ættir sem Gilsbekkinga, Mýra-
menn, Vatnsfirðinga, Ásbirninga, Möðruvellinga og Svín-
fellinga fær maður ekkert að heyra á þessum tímum. Stóð
hagur þeirra allra þó með miklum blóma um þær mundir,.
svo sem bezt má sjá af höfðingjatali Kristnisögu.
Hið furðulega efnisval Landnámuhöfundanna á ætt-
fræðisviðinu, sem hér hefir verið drepið á, er sannarlega
athyglisvert. óhugsandi er, að þeir í heild sinni hafi talið
það falla fyrir utan verksvið sitt, að rekja ættir land-
námsmanna niður til sinnar samtíðar. Það eru einmitt um
það bil 20 ættir, sem virðast vera raktar til samtíðarmanna
þeirra Kolskeggs og Ara. En í þessu efni hafa Árness og
Kjalarnessþing sérstöðu, því að í þeim landshluta eru hlut-
fallslega flestar ættir raktar niður til 1100, ef þá nokkuð
má marka þetta af ættliðafjöldanum einum saman.
Vér skulum nú athuga ættir þær, sem raktar eru frá.
landnámsmönnum til þeirra manna, sem telja má nokkurn-
veginn víst, að verið hafi uppi samtímis Ara fróða og Kol-
skeggi vitra og ekki eru nefndir í sambandi við ættar-