Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 44
42
Landnám Breta í Ástralíu.
[Skírnir
stofnunar sér annt um að sýna fram á, að móðurlandinu
og íbúatölu þess stæði engin hætta af útflutningi. Þeir
fullyrtu, að flestir innflytjendur til Nýja-Suður-Wales
mundu koma frá Kyrrahafseyjum og Kína. Aðeins skips-
hafnirnar og fáeinir iðnaðarmenn mundu flytjast frá
Englandi.
Sumir vildu nota nýlenduna sem griðastað fyrir þá
Ameríkumenn, sem voru svo hollir móðurlandinu (Eng-
landi), að þeir vildu ekki taka þátt í uppreisninni gegn
því. En einnig þeir héldu, að mestur hluti innflytjenda
mundi koma frá Kína. Lord Sydney, innanríkisráðherra,
hafði þá nýlendumálin með höndum, og var í vandræð-
um með það, hvað gera skyldi við afbrotamenn, sem
fylltu fangelsin í Englandi. Þótti honum, að ráða mætti
fram úr þessu vandamáli, ef stofnuð væri nýlenda. í
mörg undanfarin ár höfðu verið reglubundnir fólksflutn-
ingar til Ameríku, og gerðist þess nokkur nauðsyn, að
beina þeim á annan stað. Enska þingið samþykkti því
lög um þetta mál; og árið 1786 var það auglýst, að
stofna skyldi nýlendu á austurströnd Nýja-Suður-Wales
og að flytja mætti fanga þangað.
Fyrsti skipaflotinn lagði af stað 13. maí 1787 með
'750 fanga og kom hann til Botany Bay í Nýja-Suður-
Wales 18. janúar 1788. Phillip, foringja leiðangursins,
þótti staður.inn ekki vel fallinn fyrir nýlenduna, og kann-
aði landið kringum Port Jackson. Þóttist hann hafa þar
fundið „beztu höfn í heiminum“. Þar er innsiglingin
gegnum þröngt sund, kallað „The Heads“ (þ. e. nesin),
og er enn mikilfenglegri en hið svo nefnda Gullhlið við
San Francisco. Höfnin skerst margar mílur inn í land-
ið, frá austri til vesturs, og er svo rúmgóð, að hún gseti
rúmað alla herskipaflota heimsins. Margar smávíkur
ganga inn í norður- og suðurströndina, og er nokkur
halli á landinu niður að sjónum. Víkur þessar eru nefnd-
ar „kofarnir“ (coves).
Það var hér á ströndinni í Sydneykofa, sem Phillip
fararstjóri dró upp brezka fánann þann 26. janúar