Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 155
Skírnir]
Gunnar Gunnarsson.
153
hún sjaldan neitað drengnum um sögur, því að Gamla
Begga er líka full af fallegum sögum um kónga og kóngs-
dætur, álfa, útilegumenn og tröll og jafnvel drauga og
galdramenn, en slíkar sögur eru nú ekki fyrir börn. Yfir-
leitt er Gamla Begga ákveðin í að ala drenginn upp í guðs-
ótta og góðum siðum. Til að vega móti þessu uppeldi, gef-
ur eldri leikbróðir hans honum leksíur í bölvi og kross-
bölvi, auk þess sem hann kennir honum að standa sig í
handalögmáli og tuski. Af öðrum skemmtilegum persón-
um skal hér aðeins nefndur Bjarni smiður, sem hættir til
að falla í heimspekilegar hugleiðingar um þennan lítt full-
komna heim, meðan hann slær skeifurnar í smiðjunni, en
Uggi horfir og hlustar á hann.
Þetta er aðeins smekkur af hinum ágætu mannlýsing-
um. Bókin er full af fólki, og enginn maður er þar öðrum
líkur, en eitt hafa þeir þó sameiginlegt: þeir eru svo bráð-
lifandi. Það er hvergi neitt ótrúlegt eða ónáttúrlegt við
þetta fólk, þótt sjá megi, að höfundur hefir ýkt á einum
stað, dregið úr á öðrum. Það er sveitafólkið, ófalsað, sem
Gunnar hefir vakið upp með töfrastaf listar sinnar til
eilífs lífs í Kirkjunni á fjallinu.
Árin líða og foreldrar Ugga flytja sig um set á niður-
nítt kot í nágrenninu. Hér lærir Uggi að byggja hús og
heyja uppi í fjöllum, svo bröttum, að böggunum er rennt
á streng niður á bæinn. En foreldrar hans una hér ekki,
flytja aftur á Ófeigsstað, þar sem þau eru enn eitt ár, áð-
ur en þau flytja til Hamrafjarðar (Vopnafjarðar).
Næsta bók, Skibe paa Himlen (1925), segir frá flutn-
ingnum til Hamraf jarðar. Kýr og sauðfé er sent á undan,
á eftir kemur lestin, löng, löng lest af áburðarhestum
undir böggum og búsáhöldum, sannkölluð glerlest. Og með
lestinni ríða svo foreldrarnir, börnin og heimilisfólkið.
Nágrannarnir fylgja þeim á leið, og Uggi kveður Siggu-
Sig'gu, litlu telpukærustuna sína, í síðasta sinn.
Áfram, áfram mjakast lestin heila dagleið meðfram
ijósum vötnum Lagarfljótsins. Svo tekur við Smjörvatns-
heiðin, endalaus og þreytandi, og loksins Hamrafjörður-