Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 187
Skírnir]
Viðreisnin í Ástralíu.
185
ríkisstjórnanna svo að nam miljónum punda. Til dæmis
var beinn styrkur, er sambandsstjórnin veitti til þess að
hveitiræktarbændur gætu haldið löndum sínum, yfir
£ 14 000 000. Að viðlögðum þeim styrk, beinum og óbein-
um, sem ríkisstjórnirnar og einkaskuldeigendur lögðu
fram, nam fjárhæðin samtals yfir £ 20 000 000. Mér er vel
kunnugt um þetta, því að eg var formaður konunglegrar
nefndar, er fjallaði um hveiti-, mjöl- og brauðiðnaðinn og
árin 1934 og 1935 samdi skýrslur, er snertu þennan iðnað.
Ástralía hefir þolað margar raunir og þrengingar þessi
erfiðu ár. Fullkomin eindrægni var ekki milli allra stjórn-
anna, en samkomulag fékkst að lokum. Þegar S. M. Bruce
var forsætisráðherra, fyrir 1930, hafði hann fengið sam-
komulag ríkjanna um það að sameina öll ríkislán og stofna
miðstjórnarvald, lánaráð, til þess að hafa eftirlit með öllum
stjórnarlánum og ábyrjast sameiginlega fjárhag allra
ríkjanna. Þessi samningur, sem framfylgt hefir verið með
afli af Sambandsbankanum, varð að lokum til að knýja
fram þær. fjármálaráðstafanir, er meiri hluti stjórnanna
vildi.
Sambandsbankinn hjálpaði mjög til að fleytast yfir fjár-
hagsvandræðin með því að gefa út víxla á ríkissjóð til þess
að rétta við tekjuhalla ýmissa ríkisstjórnanna. Síðan þá
hefir fjárhagur ríkisstjórnanna smám saman batnað þang-
að til nú, að tekjuhallarnir eru í heild sinni horfnir.
Þegar eg fór frá Ástralíu snemma í febrúar síðastliðn-
um, voru fjárhagsástæður allgóðar. Atvinnuleysi var
ininna, traustið gott og þjóðernistilfinningin traustari og
samstilltari en eg hafði vitað dæmi til um mörg ár. Að
vísu áttu áhyggjurnar um alþjóðamálin í Kyrrahafinu
greinilegan þátt í því að gera þjóðina staðfasta. Skatta-
byrðin er þung, en borin af meira eða minna glöðu geði.
Lækkunin á stofnlaunum verkamanna hafði verið úr gildi
felld og bætt við góðærisuppbót, 6 s. 6 d. á viku, og verður
það ákvæði endurskoðað við og við.
G. F. þýddi úr The Atlantic, June 1938.