Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 233
Skýrslur og reikningar
Bókmenntafélagsins árið 1937.
Bókaútgáfa.
ÁriS 1937 gaf félagið út þessi rit, og fengu þau þeir félags-
menn, sem greiddu lögákveðið árstillag til félagsins, 10 krónur:
Skírnir, 111. árgangur............................. kr. 12,00
Safn til sögu íslands og íslenzkra bókmennta, VI., 5. — 3,60
Annálar 1400—1800, III., 6.........................— 4,50
Samtals.......kr. 20,10
Enn fremur gaf félagið út:
íslenzkt fornbréfasafn, XIII., 5....................kr. 6,00
Var það sent áskriföndum, er greiddu fyrir það kr. 3,00. —
Sbr. enn fremur bókaskrá félagsins.
ASalfundur 1938.
Árið 1938, laugardaginn 11. júní, kl. 9 að kvöldi, var aðalfundur
Bókmenntafélagsins haldinn í lestrarsal Landsbókasafnsins.
í forföllum forseta og varaforseta, sem báðir voru fjarverandi,
á ferð til útlanda, setti Sigurður Nordal prófessor fundinn. Gat
hann þess, að fundurinn hefði að þessu sinni ekki getað orðið hald-
inn á lögmæltum tíma vegna ráðgerðs stúdentamóts 17. júni. Stakk
hann upp á Benedikt Sveinssyni bókaverði sem fundarstjóra, og var
það samþykkt í einu hljóði.
1. Þá tók til máls Sigurður Nordal prófessor og skýrði frá því,
hverjir hefðu verið skráðir dánir af félagsmönnum síðan á síðasta
aðalfundi, en þeir voru þessir:
Axel Tulinius, fv. sýslumaður, Reykjavík,
Einar H. Kvaran, rithöfundur, Reykjavík (heiðursfélagi),
Davíð Sch. Thorsteinsson, læknir, Reykjavík,