Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 232
r
230 Ritdómar. [Skírnir
Hnitbjörg. Ljóð og ljóðaþýðingar eftir P. V. G. Kolka. Reykja-
vík 1936. Bókaverzlunin Mimir h.f.
Páll Kolka hefir allmikla hagmælsku til að bera, og kvæði hans
eru ekki innantómt orðagjálfur, heldur eru þar hugsanir og íhug-
anir gáfaðs manns, en hin skáldlega andagift er ekki mikil, hvorki
mikið um skáldlegt hugarflug né „stemningar“. Kvæðin eru frem-
ur ort af viti og lærdómi, en af innblæstri. Þetta útilokar þó ekki,
að skáldlegir glampar séu í þeim, enda finnast þeir þar allvíða. En
þýðingarnar eru yfirleitt betri, en frumsömdu kvæðin, sem eðli-
legt er, þar sem þær eru flestar gerðar eftir ágætum kvæðum (t. d.
sumum beztu kvæðum E. A. Poe’s), og nýtur þar einnig við hag-
mælsku þýðandans.
Bezta frumsamda kvæðið þykir mér „Skáldahvöt". Þar er anda-
gift og leikandi lipurð, sem hrífur mann með sér á ferð og flug.
En af þýðingunum finnst mér einna fegurst „Ulalume" eftir Poe.
Ljóðabók þessi er fagur vottur um skáldhneigð höf. og smekk
hans fyrir fögrum og áhrifamiklum Ijóðum. Jakob Jóh. Smári.
Jóhannes úr Kötlum: Hrímhvíta mótiir. Söguljóð. Reykjavík.
Heimskringla h.f. 1937.
Jóhannes úr Kötlum hefir ætlað sér í þessari bók að yrkja sögu-
Ijóð um frelsisbaráttu og þjáningar íslenzku þjóðarinnar um ald-
irnar, og er þar mikið í fang færzt. Er þar skemmst af að segja,
að Ijóð þessi eru víða prýðileg, einkum er á líður bókina og nær
dregur nútiðinni. Jóhannesi lætur að vísu einna bezt að yrkja um
ljóðræn og þýð viðfangsefni, en hann kann einnig að ljá gremju
sinni og eldmóði sterk og áhrifamikil orð. Hatrið til kúgaranna er
ranghverfan á kærleikanum til hinna kúguðu, sagði einhver, — en
hér ber ekki mikið á þeirri ranghverfu; þótt stundum hrjóti óvæg-
in orð, er það eðlilegt og ekki um það að sakast.
Einna bezt þykja mér kvæðin NáttúruskoSarinn (um Jónas Hall-
grímsson), fyrir ljóðræna fegurð, og Níundi nóvember, fyrir kraft
og hita tilfinninganna. En mörg önnur kvæði eru og falleg.
Kvæðin eru ort af sönnum þjóðræknisanda, — þeim anda, sem
vill, að öllum gefist færi á að rísa upp úr svaði efnalegrar og and-
legrar fátæktar. Það er hugsjón, sem margir vilja styðja, en menn
greinir á um leiðirnar að markinu. En út í það skal ekki farið hér;
það er ekki skáldskapur — það er pólitík. Jakob Jóh. Smári.