Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 189
Ritdómar,
Ágúst H. Bjarnason: Almenn sálarfrœíSi. Önnur Útgáfa aukin
og endurbætt. Reykjavík 1938. ísafoldarprentsmiðja h.f. XVI +
496 bls. 8vo.
Þó að Ágúst H. Bjarnason sé nú af léttasta skeiði, er engan bil-
bug enn að sjá á starfsþreki hans. Það sýnir m. a. hið mikla ritverk
hans, „Almenn sálarfræði", sem nýlega er komin á bókamarkaðinn.
Fyrsta útgáfa bókar þessarar kom út 1916, og var það hið fyrsta
vísindarit af þessu tagi á tungu vora. Náði bókin, eins og önnur rit
Ágústs H. Bjarnasonar, mikilli útbreiðslu; var ,,Sálarfræði“ hans
ekki aðeins lesin af stúdentum við háskólann sem kennslubók, held-
ur einnig af greindum og fróðleiksfúsum mönnum um land allt.
Höfundur telur þessa bók 2. útg. hins fyrra rits síns um sama
■efni, en í raun og veru er hér frekar um nýja bók að ræða. Á þeim
22 árum, sem liggja á milli útkomu ritanna, hefir vísindagrein sú,
sem þau fjalla um, orðið fyrir miklum breytingum. Ný lönd hafa
verið numin, viðfangsefnin hafa orðið fjölbreyttari og nýjar að-
ferðir til þess að rannsaka þau hafa verið fundnar og hinar eldri
endurbættar. Alls þessa ber hin nýja bók glögg merki: flestir kafl-
arnir hafa verið endursamdir og mörgum nýjum bætt við.
Ritið hefst á sögulegu yfirliti um hugmyndir manna um sálina.
Byrjar það í rammri forneskju og nær fram til þess tíma, að hin
"visindalega sálarfræði hefst. Er þarna því í raun og veru um for-
sögu sálarfræðinnar að ræða. Eftir mínu viti og smekk hefði höf-
tmdur sér að skaðlausu getað sleppt þessum fyrsta kafla eða haft
hann styttri, því að hann á frekar við í heimspekisögu en í fram-
setningu á vísindalegri sálarfræði. En hér afsakar höfundur sig í
formálanum með því, að sér hafi ekki þótt fært „að sleppa hinum
^anga aðdraganda að hinni vísindalegu sólarfræði, sökum því nær
algerðs skorts alfræðibóka, trúar og heimspekisögu og annara fræði-
1-ita á íslenzku“. í II. kafla fæst höfundur við ýms heimspekileg við-
fangsefni sálarfræðinnar. Gerir hann þar grein fyrir uppruna og
«ðli sálarlífsins, sambandi efnis og anda. Hallast höfundur þar að