Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 97
Skírnir]
Siðgæðisvitund og skapgerðarlist.
95
ins að nauðsynjalausu. Afglöp þau, sem foreldrar gera í
þessu efni, myndu fylla mörg bindi! Fyrir geðbifunar-
hæfni barnsins varðar miklu, að því gefist kostur á að
framfylgja áformum sínum sem rækilegast, eins og vilj-
inn krefst. Hafi barninu vaknað áhugi fyrir einhverju
áformi, þarf hann að fá að tæmast sem bezt í sjálfviljugri
athöfn. Því að áhuginn þroskast ekki, án þess að fá tæki-
færi til að reyna krafta sína. Af þessum sökum ættu full-
orðnir ekki að grípa að óþörfu inn í athafnir barnsins,
því síður að hæða eða lítilsvirða hrifningu þess, heldur
að taka þátt í áhuga þess með lífi og sál. Finni barnið, að
fullorðnir sýni áformum þess og löngunum iítilsvirðingu,
þótt það sjálft brenni af áhuga fyrir þeim, þá orka von-
brigðin lamandi á geðbifunarhæfni þess, svo að hrifni
þess gerist sljó og viljinn óþolinn. En við þátttöku full-
orðinna verður hrifni barnsins dýpri og innilegri. Auð-
vitað eiga ekki allir foreldrar þann hæfileika, að hrífast
einlæglega af áformum barnsins og áhugamálum. Annir
og erfiðleikar daglega lífsins kæfa því miður allt of oft
slíkan vorgróður undir klakastakki alvörunnar. Þetta bil
milli eldheitrar hrifni barnsins og kaldrar alvöru fullorð-
inna fær ástin ein brúað. Aðeins ef ást foreldranna til
barnsins er hrein og lifandi, geta þau tekið einlægan þátt
i hrifningu þess. Gleði þeirra yfir vaxandi þroska barns-
ins, sem einmitt birtist bezt í eldmóði þess, áformum og
athafnavilja, vekur þeim hrifningu. Óspillt börn þrá þessa
einlægu hluttekningu og eru hamingjusöm, ef þau finna
athugult auga móður eða föður hvíla á sér. Þau eru nægju-
söm, ef þeim aðeins er gaumur gefinn. Eitt ástríkt augna-
tillit, eitt viðurkenningarorð getur fyllt sálu starfandi
barns eldmóði og hamingju. Undir ylgeislum slíkrar ást-
ar auðgast kenndalíf barnsins, og geð þess verður dýpra
°g rólegra. Þannig þróast sú geðbifunarhæfni, sem þarf
til viljafestu og mikilla afreka. En í nepjum ástleysisins
Serist jarðvegur geðsins grunnur og ófrjór, svo að vilj-
lnn á þar hvorki djúpar rætur né öflugar.