Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 165
Skímir] Stjörnu-Oddi Helgason og íslenzk vísindasaga.
163
sinn „á vit fiska“. Er auðfundið á frásögninni, að Oddi
hefir þar verið velkominn gestur í þessari eyju, sem er
svo jarðfræðilega merkileg — eins og eg komst að, er
eg var þar á ferð með varðskipinu Óðni sumarið 1933 —.
Segir svo, að „vel var um Odda búit ok hægliga“, og enn
segir, að honum var „veittur hógligr umbúnaðr“. Sofnar
hann þá brátt og fer að dreyma, og snúum vér oss nú að
rannsókninni á draum hans.
N IV.
Odda dreymir „at hann þóttist staddr vera heima í
Múla, ok svá þótti honum, sem þar væri kominn maðr
til gistingar, ok þótti honum sem menn færi í rekkju um
kveldit, þótti honum gestrinn vera beðinn skemmtanar, en
hann tók til ok sagði sögu ok hóf á þessa leið“.
Þegar í upphafi frásagnar þessarar kemur skemmti-
lega fram það, sem eg hefi nefnt stillilögmálið (Law of
determinants), en það er áhrif annara á það, hvað og
hvernig oss dreymir. Það skín í gegn í upphafi draums-
ins, að fólkið á bænum, sem vitanlega hafði glögga vit-
und þess, að það var heima hjá sér, var að hugsa um
gestkomuna, hvaðan maðurinn var, og að þetta var aufúsu-
gestur, sem vænta mátti sér af nokkurrar skemmtunar.
Stilliáhrifin lýsa sér þó ennþá greinilegar í því, hvert
verður aðalefni draumsins. Það á ekkert skylt við hið
niikla og merkilega áhugaefni mannsins, sem vanur var
að ganga út um nætur og „hyggja at stjörnum“. Aftur
á móti er draumurinn í góðu samræmi við það, sem fólk-
ið á bænum mun hafa talið góða skemmtun. En aldar-
hátturinn í því efni lýsir sér vel í því, sem segir í Sturl-
ungu af frægri veizlu á Reykhólum (1119), „Hrólfr af
Skálmarnesi sagði þar sögu frá Hröngviði víkingi ok frá
Ólafi Liðsmannakonungi, ok haugbroti Þráins berserks ok
Hrómundi Gripssyni, ok margar vísur með. ... En Ingi-
uiundr prestr sagði sögu Orms Barreyjarskálds ok vísur
margar, ok flokk góðan við enda sögunnar, er Ingimund-
ur hafði ortan“.
11*