Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 15
Skírnir]
Uppruni Landnámabókar.
13
rakningar, sem ná til síðari hluta 12. aldar eða lengra.
Vér byrjum þá við Hvítá í Borgarfirði. Verður fyrstur á
vegi vorum Þorlákur hinn auðgi Ormsson í Hítardal. Ætt
hans er rakin frá Þórhalli Steinssyni, sem numið hafði
Hítardal, og hljóðar ættartalan svo: „Hans son var Þor-
geir faðir Hafþórs föður Guðnýjar móður Þorláks auðga“.
Ættartala þessi er ágætt sýnishorn af efnisvali Landnámu-
höfundanna í ættarrakningum sínum. í stað þess að rekja
ætt hins merka höfðingja Þorláks auðga frá þeim land-
námsmanni, sem var ættfaðir hans í beinum karllegg, er
^ttin rakin, svo sem sjá má, með tilliti til sögu Hítardals.
Af henni má ráða, hvernig Hítardalsland var komið í eigu
Þorláks, og einmitt þetta hefir henni verið ætlað að sýna.
Þess vegna er hér rakinn karlleggur móður Þorláks, en
ekki hans sjálfs. Mun þó Þorlákur að langfeðgatali hafa
verið stórættaður maður, þar eð goðorð gekk í ættinni.
Þorlákur auðgi andaðist árið 1154 háaldraður. Hefir
hann sennilega verið á líku reki og Ari fróði; fæddur um
eða skömmu eftir 1070.
Frá landnámsmönnum í Þórsnesþingi eru ekki ættir
vaktar niður til manna, sem uppi voru um 1100, svo með
vissu verði séð. Má þó vera, að t. d. þeir bræður Kjartan
°& Án í Ivirkjufelli hafi verið samtíðarmenn Ara fróða.
Kæmi það vel heim og saman við ættliðafjöldann.
Þá er komið að Bárði hinum svarta Atlasyni í Selár-
dal. Um aldur hans verður ekki villzt, því að Bárðar getur
asamt Aroni syni hans í þingreið með Þorgilsi Oddasyni
1121. Ætt Bárðar er rakin í beinan karllegg frá Geirþjófi
Valþjófssyni, er land nam í Arnarfirði.
I Húnavatnsþingi eru ættir taldar til Héðins Arnmóðs-
sonar og Hafliða Mássonar. Ætt Héðins er rakin frá Har-
aldi hring landnámsmanni á Vatnsnesi. Er bæði landnáms-
skýrslan og niðjatalið hér svo athyglisvert, að ástæða er
tn laka málsgreinina upp í heild sinni:
>,Haraldur hringur hét maður ættstór; hann kom skipi
smu í Vesturhóp og sat hinn fyrsta vetur þar nær, sem
hann hafði lent og nú heita Hringsstaðir; hann nam