Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 105
Skírnir]
Sendiherrar.
103
taka að jafnaði ekki við sínum eigin ríkisborgurum, sem
sendimönnum erlends ríkis.
Það er aðalreglan, að einn og sami maður sé fulltrúi
eins ríkis. En það er ekkert því til fyrirstöðu, að sami
maðurinn sé sendiherra í mörgum löndum eða að hann
gæti hagsmuna fleiri en eins ríkis í sama landi. Ennfrem-
ur má segja, að það sé algengast að sendiherrar, sem ríki
senda hvert til annars, séu úr sama tignarflokki, enda er
það varlegast, því að annars gæti það ríkið, sem fengi
mann úr lægra tignarflokki frá ríki, sem það hefði sent
til mann úr hæi*ra tignarflokki, þykkzt við og talið sér
sýnda óvirðingu með því, en í alþjóðaviðskiptum eru að-
iljar mjög viðkvæmir fyrir öllu þess háttar, og það jafn-
vel þótt um smávægileg atriði sé að ræða.
Skipun sendiherra í embætti er tilkynnt viðtökuríkinu
í opinberu skjali, er nefnist lettre de créance (traustbréf).
Skjal þetta, sem er í bréfsformi, er stílað til þjóðhöfðingja
viðtökuríkisins og undirritað af þjóðhöfðingja sendiríkis-
ins, þegar um sendiherra í þremur fyrstu tignarflokkun-
um er að ræða. í skjalinu felst, auk tilkynningarinnar um
embættisskipunina, einnig embættisumboð sendiherrans,
og bréfinu lýkur venjulega með beiðni um, að sendimað-
urinn verði látinn njóta fulls trausts (créance). Fyrsta
embættisverk fastra sendiherra í fyrstu þremur tignar-
flokkunum, eftir að þeir eru komnir á áfangastaðinn, er
að afhenda téð umboðsskjöl. Þjóðhöfðingi viðtökuríkisins
veitir sendimanninum áheyrn sérstaklega og fer afhend-
tng skjalsins þar fram á hátíðlegan hátt. Þegar sendiherra
hefir þannig afhent umboðsskjal sitt, hefir hann þar með
fengið viðurkenningu viðtökuríkisins sem gildur stjórnar-
fulltrúi sinnar þjóðar, og getur hann því þar á eft-
tr skuldbundið sendiríkið með gerðum sínum og fram-
kvæmdum, innan þeirra takmarka, sem umboðið setur
honum. Sendimenn í lægsta tignarflokki hafa einnig sams-
konar umboðsbréf meðferðis, en þau eru frá utanríkis-
málaráðherra sendiríkisins til utanríkismálaráðherra við-
tökuríkisins.