Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 43
Skírnir]
Landnám Breta í Ástralíu.
41
snemma sumars. Aftur er hinn einkennilegi ilmur af
eucalyptustrjánum mjög þægilegur og heilnæmur, að
því er sagt er. Menn, s,em fæddir eru í Ástralíu, sakna
hans mjög, ef svo ber til að þeir fari til annara landa.
Þá er og dýraríkið einkennilegt. Stóru spendýrin og
villidýrin, t. d. fílar, ljón og tígrisdýr, finnast þar alls
ekki. Hins vegar eru þar allskonar pungdýr: kengúrú,
ópossum, koala (teddy-bear), flugrefir og fleiri. Þar
eru og nefdýr (með snjáldri, sem líkist andarnef.i). Þau
verpa eggjum (eins og fuglar), unga þeim út og láta
síðan ungana sjúga sig. Skógarnir eru fullir af páfa-
gaukum með allskonar skrautlitum. Lýrufugl hefir
geysilangt stél, og þegar hann breiðir það út eins og pá-
fugl, líkist það lýru. Fugl þessi hermir eftir kvaki allra
annara fugla og jafnvel öllum hljóðum, sem heyrast £
skógunum, þar sem hann heldur til. Fugl, sem nefndur
ef hláturfuglinn, skellihlær eins og maður, sem veltist
ura í hlátri.
Ástralía var byggð einskonar svertingjum, þegar hún
fannst, en þessir frumbyggjar voru tiltölulega fáir. Tal-
í® er> að þeir hafi ekki verið öllu fleiri en 300 þúsundir
1 allri Ástralíu. Þeir lifðu á villimannahátt, reikuðu um
landið í hópum, veiddu dýr, fiskuðu og söfnuðu ætijurt-
Um- Þeir höfðu enga akuryrkju og engin húsdýr. Lifn-
aðarhættir þeirra svara mjög til steinaldarmanna í
Norðurálfu, fyrir hér um bil tíu þúsund árum. Verkfæri
Þeirra og vopn voru öll úr tré eða steini. Eitthvað 60 000
aianna lifa enn af þessum þjóðflokki, og halda þeir enn
að mestu sínum fornu lifnaðarháttum.
Það var rétt eftir frelsisstríðið, sem leidd.i til stofn-
Unar Bandaríkjanna, þegar Englendingar misstu mest-
an hluta nýlendna sinna í Ameríku, að þeir ákváðu að
stofna nýlendu í Nýja-Suður-Wales. Vildu þeir senni-
^ega bæta úr missi Bandaríkjanna með því að stofna
nytt nýlenduríki í austurvegi. En um þær mundir var
ekki talið æskilegt í Englandi, að menn flyttu af landi
burt. Þess vegna létu forgöngumenn þessarar nýlendu-