Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 95
Slcírnir]
Siðgæðisvitund og skapgerðarlist.
93
þess, að drengurinn tekur að dylja fyrir þeim einlæga
bróöurást sína! Þetta sýnir, hvílík hætta er fólgin í for-
tölum, ef þeim er ekki beitt með varúð og skilningi. Ýmsir
foreldrar sýna í þessu efni þá ótrúlegu grunnhyggni, að
telja um fyrir barninu tímum saman og láta það svo lofa
öllu góðu um hegðun sína framvegis, þó að hverjum heil-
vita rnanni mætti vera ljóst, að slíkar fortölur og blind-
andi loforð verða hégómi í kviku tilfinningalífi barnsins
og algleymi athafnalífsins. Árangurinn verður því allur
annar en ætlað var: foreldrarnir glata í einfeldni sinni
öllu trausti til orðheldni og viljafestu barnsins. Þegar
barnið verður þessa áskynja, án þess að geta bætt úr, lam-
ast sjálfstraust þess. Þannig er blindandi höggvið á ræt-
ur hins góða vilja. — Foreldrar ættu framar öllu að leit-
ast við að gera sér sem ljósasta grein fyrir þeim erfiðleik-
um, sem siðgæðisuppeldið er háð, og gefa barninu tæki-
færi til að sigrast á þeim af sjálfsdáðum, — í eðlilegri
framrás athafnahneigðar, í vaxandi þróun skilnings og
viljastyrks. ■
3. Næmlyndi barnsins þroskast fyrst og fremst við
næmlyndi og alúð foreldranna. Að vísu má að nokkru
þroska næmlyndi barnsins, með því að æfa skilningavit
Þess sem bezt. Sál og líkami eru ekki fyllilega aðskilin,
heldur bundin eigindrænum órjúfandi tengslum. Því get-
ur sá naumast öðlazt næmlyndi, sem á sljó og óþjálfuð
skilningavit. Aftur á móti þarf vöntun eins skynfæris (t.
ö. sjónar, heyrnar) ekki að hamla næmlyndi, ef önnur eru
Þroskuð að fullu. Samt er þjálfun skynfæranna ekki ein-
hlít til næmlyndis. Það er ekki hægt að hafa bein áhrif á
þroskun næmlyndis, en glæða má það með óbeinum áhrif-
um. Næmlyndið örvast bezt gagnvart rólegri og hógværri
framkomu þeirra, sem barnið ann. Þöglar óskir og ást-
ríkar bendingar örva næmlyndi barnsins. Það tekur ósjálf-
rátt að hlusta og skima, því opnast nýr heimur, sem það
áður hvorki sá né heyrði. Þannig auðgast vitund barns-
ms, en því auðugra sem sálarlíf þess verður, því sterkari
verður endurhljóman tilverunnar í verund þess. í þessu