Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 200
198
Ritdómar.
[Skírnir
eins og Pestalozzi, beri móðurlega umhyggju fyrir nemendum sín-
um, og þá jafnvel mesta umhyggju fyrir þeim, er síztir séu. Þá séu
aðrir, sem séu líkari feðrum, er reyni að teygja allt, sem nýtilegt
sé, út úr nemendum sínum, reyni að þroska skilning þeirra, starf-
hæfni og skapfestu. Og ýmist leggja þeir þá mesta áherzlu á gáf-
urnar, hirða um gáfnaljósin, en ekki um hina; eða þeir, eins og
hinir andlegu leiðtogar, prestarnir, leggja mest upp úr siðferðis- og
trúarlífi nemenda sinna. Þá eru þeir uppalendur, er skipuleggja
skóla og uppeldisstofnanir. Og loks eru skáldin, eins og t. d. Björn-
stjerne Björnson hjá Norðmönnum, sem aldrei koma að neinum
skóla- eða uppeldisstofnunum, en gerast leiðtogar og uppalendur
sinnar eigin þjóðar. Slíkir menn ná lengra með uppeldisáhrifum
sínum en nokkur skóli nær. —
Það er nú sýnt með þessum dæmum úr stórri bók, að dr. Símoni
lætur jafn-vel að lýsa og gagnrýna. Hann lætur ekki, eins og þó
mörgum hættir við, blindast af erfiðu eða heillandi viðfangsefni.
Er unun að lesa þessa bók; svo vel er hún í stílinn færð, og öllu
komið svo Ijóst og skipulega fyrir, að hún líkist helzt skyggðum
kristalli, og mun hið fagra franska mál, sem hún er rituð á, eiga
sinn þátt í því. Hvergi er að sjá blett né hrukku, nema þar, sem
prentsmiðjupúkinn hefir um vélað með smávægilegum prentvillum
eða úrfellingum. Virðist mér verkið allt hið lofsamlegasta og gefa
vonir um, að höf. þess muni eiga eftir að vinna gott og þjóðnýtt
starf á sviði uppeldismála vorra. A. H. B.
Jón Gíslason: Die Naturschilderungen u. Naturgleichnisse in
Vergils Aeneis. Emsdetten 1937. 100 bls.
Rit þetta er doktorsritgerð við háskólann í Munster og fjallar,
eins og nafnið gefur til kynna, um náttúrulýsingar og líkingar úr
lífi náttúrunnar í Aeneasarkviðu rómverska skáldsins Virgils, er
átti 2000 ára afmæli árið 1930. En Aeneasarkviða er, eins og kunn-
ugt er, hetjuljóðabálkur mikill um þjóðsagnahetjuna tróversku
Aeneas, um æfintýri hans og hrakninga á leiðinni til Ítalíu og um
það, hvernig honum tekst loks eftir mikla baráttu að stofna tró-
verska nýlendu í Latium og verður þannig ættfaðir Rómverja.
Til þess að leggja rétt mat á skáld þeirra tíma, er Virgill lifði á,
er þess að gæta, að ekki þótti það þá neinn galli, að skáld stældi
önnur eldri, einkum grísk skáld. Þvert á móti þótti það sjálfsagt,
enda voru skáldin oft nefnd „docti“, þ. e. „lærð“, fróð í eldri kvæð-
um og bókmenntum. Þess ber og að minnast, að náttúrulýsinga og
náttúrukenndar gætir miklu minna í fornum en í nútíma skáldskap.
í þessum efnum er og Virgill barn sinna tíma. Hann hefir í þessum
kvæðum sínum haft gríska söguljóðaskáldið fræga, Hómer, bæði
Ilions- og Odysseuskviðu, til fyrirmyndar að því er snertir ytri bún-