Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 107
Skírnir]
Sendiherrar.
105
herranna í því ríki, þar sem breytingin á sér stað. Ef
breyting verður á stjórnarfyrirkomulagi ríkis, fer endur-
nýjun umboðsins eftir því, hvort nýja stjórnin verður
viðurkennd sem lögleg ríkisstjórn eða ekki. Sé nýja stjórn-
in strax viðurkennd, er sendiherranum venjulega um leið
veitt nýtt embættisumboð, og má þá segja, að gamla em-
bættið sé í rauninni fallið niður og annað nýtt komið í
þess stað, en engin áhrif er slík breyting talin hafa á em-
bættisaldur sendiherra. En ef viðurkenning nýju stjórnar-
innar dregst á langinn, og það er tíðara að svo sé, enda er
hyggilegra að bíða um stund og sjá hverju fram vindur,
er sendiherrann venjulega kallaður heim og nýr sendi-
herra tekur þá við embætti, þegar nýja stjórnin er viður-
kennd.
Önnur aðalástæðan til þess að starfið fellur niður er
slit sendiráðs-sambands milli sendiríkisins annars veg-
ar og viðtökuríkisins hins vegar. Þetta verður fyrst og
fremst þegar annað hvort ríkið segir hinu stríð á hendur
eða annað alvarlegt ágreiningsefni rís upp milli ríkjanna.
Ef stjórnarbylting verður í viðtökuríkinu og sendiríkið
vdl ekki viðurkenna nýju stjórnina, getur það leitt til
bess að sendiráðs-sambandinu milli ríkjanna verði slitið.
Ennfremur getur farið svo, að sendiherra verði persona
ingrata (óþokkasæll) og verður það iðulega til þess að
sendiráðs-sambandið milli hlutaðeigandi ríkja slitnar
a- m. k. um stundarsakir. Enn má geta þess, að starfið
fellur að sjálfsögðu niður við lát sendiherra og þegar ríki
líður undir lok.
Afturköllun úr embætti fer venjulega fram með jafn-
hátíðlegum hætti og viðtakan. Þjóðhöfðinginn veitir sendi-
herranum einkaáheyrn og við þá athöfn afhendir sendi-
herrann afturköllunarbréf sitt, svonefnt lettre de rappel
°g fær í stað þess lettre de récréanee (lausnarbréf), og er
ÞaS stílað til þjóðhöfðingja eða utanríkismálaráðherra
sendilandsins frá þjóðhöfðingja eða utanríkismálaráð-
herra viðtökulandsins, og fer það eftir því, í hvaða tignar-
flokki sendimaðurinn er, sbr. það, sem áður er sagt. Efni